Óvenjuleg kvöldstund Trausti Júlíusson skrifar 30. september 2011 06:00 Eitt af því sem kvikmyndahátíðin RIFF leggur áherslu á er að bjóða upp á sérviðburði þar sem kvikmyndir eru sýndar á óvenjulegum stöðum og stundum tengdar við önnur listform. Einn slíkur viðburður var í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöldið. Þar komu fram tónlistarmennirnir Sóley og Skúli Sverrisson, en tónlist beggja var tengd við myndefni sem sýnt var á stórum skjá fyrir ofan sviðið. Sóley lék lög af nýju plötunni sinni We Sink með myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur á skjánum, en Skúli lék eigin tónlist við kvikmynd Jennifer Reeves, Þegar það var blátt. Sóley spilaði ein ásamt trommuleikara og fyrir vikið voru lögin hennar í einfölduðum útsetningum. Sóley er skemmtileg á sviði, töffari og flottur tónlistarmaður. Hún skilaði sínu vel og myndverk Ingibjargar voru ágæt viðbót. Kvikmyndin Þegar það var blátt er óður bæði til óspilltrar náttúru og til 16 mm filmunnar, en hvort tveggja er óðum að hverfa. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hún er mjög tilraunakennd. Klippingar eru hraðar og það er mikið um að myndskeiðum sé blandað saman svo að útkoman verður stundum nánast óhlutstæð. Að auki málaði Jennifer eitthvað á filmuna sjálfa. Skúli samdi tónlist við kvikmyndina sem var leikin af hljóðrás myndarinnar, en að auki spilaði hann ofan á þá tónlist í Fríkirkjunni, á bassa og gítar. Tónlist Skúla var mjög flott, þetta var samfellt verk sem reis og hneig og fylgdi myndinni vel. Upplifunin var sérstök og eftirminnileg þó að það sé merkilegt hvað kirkjubekkirnir geta verið óþægilegir þegar maður horfir á klukkutíma tilraunakvikmynd. Á heildina litið var þetta óvenjuleg og ánægjuleg kvöldstund. Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni. Lífið Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Eitt af því sem kvikmyndahátíðin RIFF leggur áherslu á er að bjóða upp á sérviðburði þar sem kvikmyndir eru sýndar á óvenjulegum stöðum og stundum tengdar við önnur listform. Einn slíkur viðburður var í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöldið. Þar komu fram tónlistarmennirnir Sóley og Skúli Sverrisson, en tónlist beggja var tengd við myndefni sem sýnt var á stórum skjá fyrir ofan sviðið. Sóley lék lög af nýju plötunni sinni We Sink með myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur á skjánum, en Skúli lék eigin tónlist við kvikmynd Jennifer Reeves, Þegar það var blátt. Sóley spilaði ein ásamt trommuleikara og fyrir vikið voru lögin hennar í einfölduðum útsetningum. Sóley er skemmtileg á sviði, töffari og flottur tónlistarmaður. Hún skilaði sínu vel og myndverk Ingibjargar voru ágæt viðbót. Kvikmyndin Þegar það var blátt er óður bæði til óspilltrar náttúru og til 16 mm filmunnar, en hvort tveggja er óðum að hverfa. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hún er mjög tilraunakennd. Klippingar eru hraðar og það er mikið um að myndskeiðum sé blandað saman svo að útkoman verður stundum nánast óhlutstæð. Að auki málaði Jennifer eitthvað á filmuna sjálfa. Skúli samdi tónlist við kvikmyndina sem var leikin af hljóðrás myndarinnar, en að auki spilaði hann ofan á þá tónlist í Fríkirkjunni, á bassa og gítar. Tónlist Skúla var mjög flott, þetta var samfellt verk sem reis og hneig og fylgdi myndinni vel. Upplifunin var sérstök og eftirminnileg þó að það sé merkilegt hvað kirkjubekkirnir geta verið óþægilegir þegar maður horfir á klukkutíma tilraunakvikmynd. Á heildina litið var þetta óvenjuleg og ánægjuleg kvöldstund. Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni.
Lífið Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira