140. löggjafarþing verður sett í fyrramálið.
Athöfnin hefst að venju á guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni mun forseti Íslands setja þingið í Alþingishúsinu. Forseti Alþingis flytur einnig ávarp.
Eftir hádegi verður kosið í nefndir þingsins og hlutað um sæti þingmanna. Þá verður fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár dreift.
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður verða á mánudagskvöld og fjármálaráðherra mun mæla fyrir fjárlagafrumvarpinu á þriðjudagsmorgun. - þeb
