Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Jóhanna Sigurþórsdóttir og Stígur Helgason skrifar 29. september 2011 04:00 Héraðsdómur Reykjavíkur Ákæran á hendur fólkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna. Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna.
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira