Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir að landa fram hjá vigt nær 1,5 tonnum af þorski.
Öðrum er gefið að sök að hafa ekið með aflann í fjórum fiskikerum án þess að hafa viðkomu hjá hafnarvoginni og að fiskverkun í Reykjanesbæ.
Skipstjóri skipsins sem landað var úr er ákærður fyrir að hafa ekki tryggt að umræddur afli færi á hafnarvogina í Keflavíkurhöfn.- jss
Ákærðir vegna 1,5 þorsktonna
