Iðnaðarráðherra sakar SA um lygar og flokkapólitík 28. september 2011 05:30 ósátt Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins fara með ósannindi um framkvæmdaleysi ríkisstjórnarinnar. Það geri þeir gegn betri vitund.fréttablaðið/gva „Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, sagði á fundi samtakanna í gær að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við eigin yfirlýsingar í tengslum við stöðugleikasáttmálann og því væri henni ekki treystandi lengur. Katrín segir forsvarsmenn SA aldrei hafa lagst jafn lágt og með þessum ummælum sínum. „Þegar formaður SA heldur því fram að ekki hafi verið staðið við neitt í yfirlýsingu okkar frá því í vor, í tengslum við kjarasamning, þá eru það hrein og klár ósannindi og hann veit það vel.“ Katrín segir öll verkefni umræddrar yfirlýsingar ýmist vera í framkvæmd eða lokið, að undanskildum ákveðnum vegaframkvæmdum, en mótmælalistar vegna vegtolla hafi tafið þær. Hún bendir á að framkvæmdir séu í gangi í fjórum virkjunum sem samanlagt muni framleiða 345 megavött af orku. Það jafngildi hálfri Kárahnjúkavirkjun, en framleiðslugeta hennar nemur 690 MW. Virkjanirnar sem Katrín vísar til eru Búðarhálsvirkjun (80 MW) sem sé komin í framkvæmd, fimmti áfangi Hellisheiðarvirkjunar (85 MW) sem verði tekinn í gagnið um helgina og virkjanir við Bjarnarflag (90 MW) og Þeistareyki (90 MW), en búið sé að bjóða út hönnun á mannvirkjum við þær virkjanir. „Það hentar þeim [forsvarsmönnum SA] ekki að sjá þessar staðreyndir vegna þess að þeir eru komnir á bólakaf í flokkapólitík. Þeir geta ekki unað því að eiga ekki lengur nein handbendi inni í ríkisstjórn.“ Katrín segir forsvarsmenn SA blindaða af flokkapólitík og geta ekki tínt til það sem þó er verið að gera. „Það getur ekki þjónað hagsmunum þeirra umbjóðenda, ég bara trúi því ekki. Við í iðnaðarráðuneytinu erum í mjög góðu samstarfi við ýmis aðildarsamtök þeirra að miklum framfaramálum. Ég trúi því ekki að þeir hafi talað í þeirra nafni.“ kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
„Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, sagði á fundi samtakanna í gær að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við eigin yfirlýsingar í tengslum við stöðugleikasáttmálann og því væri henni ekki treystandi lengur. Katrín segir forsvarsmenn SA aldrei hafa lagst jafn lágt og með þessum ummælum sínum. „Þegar formaður SA heldur því fram að ekki hafi verið staðið við neitt í yfirlýsingu okkar frá því í vor, í tengslum við kjarasamning, þá eru það hrein og klár ósannindi og hann veit það vel.“ Katrín segir öll verkefni umræddrar yfirlýsingar ýmist vera í framkvæmd eða lokið, að undanskildum ákveðnum vegaframkvæmdum, en mótmælalistar vegna vegtolla hafi tafið þær. Hún bendir á að framkvæmdir séu í gangi í fjórum virkjunum sem samanlagt muni framleiða 345 megavött af orku. Það jafngildi hálfri Kárahnjúkavirkjun, en framleiðslugeta hennar nemur 690 MW. Virkjanirnar sem Katrín vísar til eru Búðarhálsvirkjun (80 MW) sem sé komin í framkvæmd, fimmti áfangi Hellisheiðarvirkjunar (85 MW) sem verði tekinn í gagnið um helgina og virkjanir við Bjarnarflag (90 MW) og Þeistareyki (90 MW), en búið sé að bjóða út hönnun á mannvirkjum við þær virkjanir. „Það hentar þeim [forsvarsmönnum SA] ekki að sjá þessar staðreyndir vegna þess að þeir eru komnir á bólakaf í flokkapólitík. Þeir geta ekki unað því að eiga ekki lengur nein handbendi inni í ríkisstjórn.“ Katrín segir forsvarsmenn SA blindaða af flokkapólitík og geta ekki tínt til það sem þó er verið að gera. „Það getur ekki þjónað hagsmunum þeirra umbjóðenda, ég bara trúi því ekki. Við í iðnaðarráðuneytinu erum í mjög góðu samstarfi við ýmis aðildarsamtök þeirra að miklum framfaramálum. Ég trúi því ekki að þeir hafi talað í þeirra nafni.“ kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira