Enn lengist meiðslalisti Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 06:00 Arsene Wenger ræðir hér við hinn átján ára Ryo Miyaichi á æfingu Arsenal í gær. Nordic Photos / Getty Images Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni. Arsenal er nú komið á smá skrið eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og getur í kvöld gert enn betur með sigri á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mætir þó með vængbrotið lið til leiks því að þeir Gervinho, Laurent Koscielny og Theo Walcott, sem var frábær gegn Bolton, missa allir af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Einnig var staðfest í gær að Jack Wilshere yrði frá í minnst fjóra mánuði eftir að hafa gengið undir aðgerð á ökkla. Alls eru fjórir leikmenn Arsenal til viðbótar enn frá vegna meiðsla og því ljóst að það getur enn brugðið til beggja vona fyrir þá rauðklæddu í kvöld. Hitt Lundúnaliðið í Meistaradeildinni, Chelsea, fær erfitt verkefni í kvöld því liðið mætir Valencia á útivelli. Juan Mata, sem var keyptur til Chelsea í síðasta mánuði, snýr því aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Valencia gerði óvænt jafntefli við Genk í síðustu umferð og reiknar André Villas-Boas, stjóri Chelsea, því með erfiðum leik í kvöld. „Ég átt von á því að Valencia myndi vinna þann leik. Þeir ætla sér því sigur í kvöld en það er líka ljóst að sigur myndi setja okkur í mjög þægilega stöðu í riðlinum.“ Barcelona og AC Milan mæta bæði veikari andstæðingum í kvöld en það eru góðar fréttir fyrir síðarnefnda liðið að Zlatan Ibrahimovic er aftur orðinn leikfær eftir meiðsli. Milan hefur verið í framherjaveseni þar sem þeir Pato og Robinho eru báðir meiddir. Gamla brýnið Pippo Inzaghi er heill en hann er ekki á leikmannalista liðsins í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni. Arsenal er nú komið á smá skrið eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og getur í kvöld gert enn betur með sigri á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mætir þó með vængbrotið lið til leiks því að þeir Gervinho, Laurent Koscielny og Theo Walcott, sem var frábær gegn Bolton, missa allir af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Einnig var staðfest í gær að Jack Wilshere yrði frá í minnst fjóra mánuði eftir að hafa gengið undir aðgerð á ökkla. Alls eru fjórir leikmenn Arsenal til viðbótar enn frá vegna meiðsla og því ljóst að það getur enn brugðið til beggja vona fyrir þá rauðklæddu í kvöld. Hitt Lundúnaliðið í Meistaradeildinni, Chelsea, fær erfitt verkefni í kvöld því liðið mætir Valencia á útivelli. Juan Mata, sem var keyptur til Chelsea í síðasta mánuði, snýr því aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Valencia gerði óvænt jafntefli við Genk í síðustu umferð og reiknar André Villas-Boas, stjóri Chelsea, því með erfiðum leik í kvöld. „Ég átt von á því að Valencia myndi vinna þann leik. Þeir ætla sér því sigur í kvöld en það er líka ljóst að sigur myndi setja okkur í mjög þægilega stöðu í riðlinum.“ Barcelona og AC Milan mæta bæði veikari andstæðingum í kvöld en það eru góðar fréttir fyrir síðarnefnda liðið að Zlatan Ibrahimovic er aftur orðinn leikfær eftir meiðsli. Milan hefur verið í framherjaveseni þar sem þeir Pato og Robinho eru báðir meiddir. Gamla brýnið Pippo Inzaghi er heill en hann er ekki á leikmannalista liðsins í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira