Myndræn og melódísk Trausti Júlíusson skrifar 27. september 2011 20:00 Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira