Ljósleiðari og raflína lögð að Veiðivötnum 27. september 2011 06:15 Línan í Veiðivötn Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar ásamt Neyðarlínunni vilja bæta öryggi á svæðinu í kringum Veiðivötn með lagningu rafmagns og ljósleiðara á svæðið. Kortið sýnir fyrirhugað línustæði frá Vatnsfelli að Snjóöldu. Kort/Mannvit Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Rafmagnsstrengurinn og ljósleiðarinn verða lagðir saman um 22 kílómetra leið frá fjarskiptastöðinni í Vatnsfelli um Veiðivötn í Snjóöldu þar sem Neyðarlínan er með fjarskiptasendi. Best sé að ná að ljúka verkinu áður en vetur gengur í garð. „Það hafa orðið alvarleg slys í Veiðivötnum sem gera að verkum að við teljum þetta forgangsmál. Þetta er líka talsvert öryggismál fyrir okkur að leggja rafmagn,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og vísar til þess að fjarskiptasendar á svæðinu taki orku úr ljósavélum. Þær geti bilað auk þess sem af þeim stafi bæði loft- og hljóðmengun. Hreppsráð Rangárþings ytra kveðst fagna framtakinu og samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti. Byggingarfulltrúi sveitarfélagins bíður hins vegar umsagnar Umhverfistofnunar áður en hann gefur út framkvæmdaleyfi. Ætlunin er að grafa ekki fyrir línunum heldur plægja þær niður. Þórhallur segir leiðina að mestu liggja um eyðisanda og vegslóðum fylgt að hluta. „Það er ekkert rask af þessu,“ segir hann. Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, segir mikilvægt að losna við þá hættu sem skapist af því að menn noti aðra hita- og ljósgjafa en rafmagn í veiðihúsum á svæðinu. Þá muni tryggara fjarskiptasamband bæta mjög öryggi allra á svæðinu og nýtast ekki síst við björgunarstörf. „Þetta getur ekki verið annað en öllum til góða,“ segir Guðfinna. Kjartan Magnússon, formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar, segir línurnar vera algera byltingu. Á vegum félagsins séu á bilinu fimmtán til tuttugu hús á svæðinu. Í sumum er rafmagn frá olíurafstöðvum. Önnur eru kynt með gasi. „Það eru gríðarlegir hagsmunir að losna við gasið úr húsunum. Það hefur valdið okkur áhyggjum og tjóni,“ segir hann. Að sögn Kjartans er ekki gefið upp að sinni hver áætlaður kostnaður sé. Ljóst sé þó að framkvæmdin borgi sig til lengri tíma. Meðal annars verði nú unnt að hafa hita á húsakostinum yfir veturinn. „Það á að gera endingartíma húsanna margfalt lengri,“ segir formaður veiðifélagsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira