Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá 17. september 2011 07:30 sigríður ingibjörg ingadóttir Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. „Sú tillaga sem liggur fyrir þingi gengur mjög langt. Hún er í raun og veru tillaga um það að lagt verði fram frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun. Ég er alfarið á móti því og tel að umræðan um málið sé alltof skammt á veg komin, eins og fram kemur í flestum umsögnum um tillöguna," segir Sigríður Ingibjörg og bætir við: „Ég tel það algjörlega fráleitt að Alþingi afgreiði á nokkrum klukkustundum umræðu eins og þessa sem varðar grundvallarmannréttindi og alvarlegar siðferðisspurningar." Þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun var lögð fram í nóvember í fyrra af átján þingmönnum úr öllum flokkum nema Hreyfingunni. Fyrsti flutningsmaður hennar er Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki. Tillagan var afgreidd úr heilbrigðisnefnd 6. september og bíður nú þriðju umræðu á þingi. Meirihluti heilbrigðisnefndar mælti með tillögunni. Sigríður Ingibjörg og Mörður stóðu hins vegar ásamt Þuríði Backman að minnihlutaáliti þar sem lagst var gegn samþykki. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar er mikill meirihluti landsmanna fylgjandi því að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimil. Meirihluti umsagnaraðila um þingsályktunartillöguna var hins vegar á öðru máli. Samkomulag hefur náðst um þinglok sem verða í dag ef allt fer að óskum. Því verður frávísunartillagan sennilega tekin fyrir í dag.- mþl Fréttir Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. „Sú tillaga sem liggur fyrir þingi gengur mjög langt. Hún er í raun og veru tillaga um það að lagt verði fram frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun. Ég er alfarið á móti því og tel að umræðan um málið sé alltof skammt á veg komin, eins og fram kemur í flestum umsögnum um tillöguna," segir Sigríður Ingibjörg og bætir við: „Ég tel það algjörlega fráleitt að Alþingi afgreiði á nokkrum klukkustundum umræðu eins og þessa sem varðar grundvallarmannréttindi og alvarlegar siðferðisspurningar." Þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun var lögð fram í nóvember í fyrra af átján þingmönnum úr öllum flokkum nema Hreyfingunni. Fyrsti flutningsmaður hennar er Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki. Tillagan var afgreidd úr heilbrigðisnefnd 6. september og bíður nú þriðju umræðu á þingi. Meirihluti heilbrigðisnefndar mælti með tillögunni. Sigríður Ingibjörg og Mörður stóðu hins vegar ásamt Þuríði Backman að minnihlutaáliti þar sem lagst var gegn samþykki. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar er mikill meirihluti landsmanna fylgjandi því að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimil. Meirihluti umsagnaraðila um þingsályktunartillöguna var hins vegar á öðru máli. Samkomulag hefur náðst um þinglok sem verða í dag ef allt fer að óskum. Því verður frávísunartillagan sennilega tekin fyrir í dag.- mþl
Fréttir Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira