Gefið eftir í stóru málunum 17. september 2011 07:00 Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent