Minna skip hentar Landeyjahöfn betur 15. september 2011 05:30 Breiðafjarðarferjan Baldur sinnir siglingum milli lands og Eyja þessa dagana.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Breiðafjarðarferjan Baldur hefur síðustu daga leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Dæluskipið Skandia hefur á meðan legið óhreyft í höfn, þar sem ekki hefur reynst ástæða til að dýpka Landeyjahöfn meðan á siglingum Baldurs hefur staðið. Baldur er nokkuð minna skip en Herjólfur og ristir ekki jafn djúpt. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, segir Skandia hafa búið vel í haginn fyrir veturinn í sumar og því sé í raun ekki rétt að tengja saman siglingar Baldurs og hreyfingarleysi Skandia. Hins vegar þurfi auðvitað meira að gerast til að siglingar Baldurs fari úr skorðum en Herjólfs vegna sands í höfninni. „Það er aftur á móti ekkert leyndarmál að Landeyjahöfn var hönnuð fyrir annað skip og Herjólfur ristir mun dýpra en sú ferja sem áætlað var að smíða. Það má því eiginlega segja að við séum með Hummer-jeppa en bílskúr fyrir Yaris,“ segir Þórhildur Elín. Herjólfur fór hinn 4. september til Danmerkur til viðhalds í slipp og hefur Baldur leyst hann af síðan. Búist er við Herjólfi aftur til Landeyjahafnar í næsta mánuði.- mþl Fréttir Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur síðustu daga leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Dæluskipið Skandia hefur á meðan legið óhreyft í höfn, þar sem ekki hefur reynst ástæða til að dýpka Landeyjahöfn meðan á siglingum Baldurs hefur staðið. Baldur er nokkuð minna skip en Herjólfur og ristir ekki jafn djúpt. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, segir Skandia hafa búið vel í haginn fyrir veturinn í sumar og því sé í raun ekki rétt að tengja saman siglingar Baldurs og hreyfingarleysi Skandia. Hins vegar þurfi auðvitað meira að gerast til að siglingar Baldurs fari úr skorðum en Herjólfs vegna sands í höfninni. „Það er aftur á móti ekkert leyndarmál að Landeyjahöfn var hönnuð fyrir annað skip og Herjólfur ristir mun dýpra en sú ferja sem áætlað var að smíða. Það má því eiginlega segja að við séum með Hummer-jeppa en bílskúr fyrir Yaris,“ segir Þórhildur Elín. Herjólfur fór hinn 4. september til Danmerkur til viðhalds í slipp og hefur Baldur leyst hann af síðan. Búist er við Herjólfi aftur til Landeyjahafnar í næsta mánuði.- mþl
Fréttir Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira