Aðildarferlið og skynsemin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. september 2011 07:00 Á vefnum skynsemi.is er nú efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings því að Alþingi leggi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þar koma fram þrjár meginröksemdir fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Í fyrsta lagi að Evrópusambandið hafi breytzt frá því að sótt var um aðild og óvissa ríki um framtíð þess og myntbandalags Evrópu. Í öðru lagi sé umsóknin dýr og stjórnsýslan eigi fremur að beina kröftunum að „mun brýnni verkefnum". Loks sýni skoðanakannanir yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu við aðild að ESB. Ef mark væri takandi á rökunum um breytingar á Evrópusambandinu og óvissu um framtíðina hefði ekkert ríki átt að sækja um aðild að ESB frá upphafi, því að samstarf ríkjanna í sambandinu er í stöðugri þróun og sífelld óvissa er um framtíðina. Þrátt fyrir ótal spádóma um endalok Evrópusamstarfsins hefur ESB bæði stækkað – aðildarríkin eru nú 21 fleiri en í upphafi – og samstarfið dýpkað. ESB var stofnað til að auðvelda aðildarríkjunum að leysa ýmiss konar vandamál með því að leggja saman krafta sína og deila ríkisvaldinu á ákveðnum sviðum. Spurningin um aðild að Evrópusambandinu snýst ekki um stöðu mála í sambandinu á hverjum tíma, heldur þessa aðferðafræði við að leysa vandamál. Hún hefur gefizt vel og í langflestum aðildarríkjunum er það almenn skoðun að aðildin hafi reynzt vel. Þeir sem halda því fram að enn eigi að bíða með aðildarumsókn minna á manninn sem vildi ekki fá sér sjónvarp á sínum tíma af því að hann taldi víst að þróun sjónvarpstækninnar væri svo hröð að bezt væri að bíða þangað til komin væru betri sjónvörp. Hann hefur misst af sjónvarpsdagskránni alveg frá 1966, því að alltaf er meiri breytinga að vænta. Rökin um kostnað við aðildarferlið og dreifða krafta stjórnsýslunnar halda ekki heldur. Líklega hefur ekkert aðildarríki ESB varið hlutfallslega minna fé til aðildarferlisins vegna þess hvað íslenzk löggjöf og stjórnsýsla er þegar vel löguð að regluverki ESB. Og drjúgir styrkir eru sömuleiðis í boði til að halda þeirri aðlögun áfram. Í öllum aðildarríkjum ESB hefur aðildarferlið haldizt í hendur við umbætur innanlands og gerir það hér líka. Þær breytingar á stjórnsýslunni sem þarf að gera vegna aðildar eru flestar jákvæðar og æskilegar. Og er ekki einmitt sá aukni agi við hagstjórn, sem nú er boðaður í ESB samfara aukinni aðstoð við aðildarríki sem lenda í efnahagsvanda, eitthvað sem kalla mætti „brýnt verkefni" fyrir Ísland? Loks er það þetta með skoðanakannanirnar. Margir segjast ekki hlynntir aðild Íslands að ESB, enda hafa þeir ekki séð aðildarsamning til að taka afstöðu til þess hvað hún þýðir í raun. Þegar hins vegar er spurt eins og Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu í síðustu viku, hvort fólk vilji fremur draga umsóknina til baka eða klára viðræður og greiða atkvæði um aðildarsamning, segjast tveir þriðju þjóðarinnar hlynntir seinni kostinum. Það er skynsamleg afstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Á vefnum skynsemi.is er nú efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings því að Alþingi leggi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þar koma fram þrjár meginröksemdir fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Í fyrsta lagi að Evrópusambandið hafi breytzt frá því að sótt var um aðild og óvissa ríki um framtíð þess og myntbandalags Evrópu. Í öðru lagi sé umsóknin dýr og stjórnsýslan eigi fremur að beina kröftunum að „mun brýnni verkefnum". Loks sýni skoðanakannanir yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu við aðild að ESB. Ef mark væri takandi á rökunum um breytingar á Evrópusambandinu og óvissu um framtíðina hefði ekkert ríki átt að sækja um aðild að ESB frá upphafi, því að samstarf ríkjanna í sambandinu er í stöðugri þróun og sífelld óvissa er um framtíðina. Þrátt fyrir ótal spádóma um endalok Evrópusamstarfsins hefur ESB bæði stækkað – aðildarríkin eru nú 21 fleiri en í upphafi – og samstarfið dýpkað. ESB var stofnað til að auðvelda aðildarríkjunum að leysa ýmiss konar vandamál með því að leggja saman krafta sína og deila ríkisvaldinu á ákveðnum sviðum. Spurningin um aðild að Evrópusambandinu snýst ekki um stöðu mála í sambandinu á hverjum tíma, heldur þessa aðferðafræði við að leysa vandamál. Hún hefur gefizt vel og í langflestum aðildarríkjunum er það almenn skoðun að aðildin hafi reynzt vel. Þeir sem halda því fram að enn eigi að bíða með aðildarumsókn minna á manninn sem vildi ekki fá sér sjónvarp á sínum tíma af því að hann taldi víst að þróun sjónvarpstækninnar væri svo hröð að bezt væri að bíða þangað til komin væru betri sjónvörp. Hann hefur misst af sjónvarpsdagskránni alveg frá 1966, því að alltaf er meiri breytinga að vænta. Rökin um kostnað við aðildarferlið og dreifða krafta stjórnsýslunnar halda ekki heldur. Líklega hefur ekkert aðildarríki ESB varið hlutfallslega minna fé til aðildarferlisins vegna þess hvað íslenzk löggjöf og stjórnsýsla er þegar vel löguð að regluverki ESB. Og drjúgir styrkir eru sömuleiðis í boði til að halda þeirri aðlögun áfram. Í öllum aðildarríkjum ESB hefur aðildarferlið haldizt í hendur við umbætur innanlands og gerir það hér líka. Þær breytingar á stjórnsýslunni sem þarf að gera vegna aðildar eru flestar jákvæðar og æskilegar. Og er ekki einmitt sá aukni agi við hagstjórn, sem nú er boðaður í ESB samfara aukinni aðstoð við aðildarríki sem lenda í efnahagsvanda, eitthvað sem kalla mætti „brýnt verkefni" fyrir Ísland? Loks er það þetta með skoðanakannanirnar. Margir segjast ekki hlynntir aðild Íslands að ESB, enda hafa þeir ekki séð aðildarsamning til að taka afstöðu til þess hvað hún þýðir í raun. Þegar hins vegar er spurt eins og Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu í síðustu viku, hvort fólk vilji fremur draga umsóknina til baka eða klára viðræður og greiða atkvæði um aðildarsamning, segjast tveir þriðju þjóðarinnar hlynntir seinni kostinum. Það er skynsamleg afstaða.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun