Rýnt í kaflaskipti listarinnar 20. september 2011 10:00 Jón Proppé segir afdrifarík kynslóðaskipti hafa orðið í listum á sjöunda áratugnum, þegar abstraktstefnan sem hafði verið ríkjandi í áratug var á undanhaldi og menn tóku að þreifa fyrir sér á nýjum slóðum. Fréttablaðið/Vilhelm Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Sjöundi áratugurinn og þau skil sem urðu í listum á því tímabili eru í brennidepli á yfirlitssýningarinnar Ný list verður til, sem verður opnuð á Kjarvalsstððum í dag. Þá urðu afdrifarík kynslóðaskipti í íslenskri myndlist, þar sem landslagslistin svaraði ekki lengur kröfum samtímans og abstraktlistin, sem hafði verið ráðandi í um áratug, var á undanhaldi. „Það myndaðist semsagt ákveðið tómarúm, sérstaklega á árunum 1965 til 1970,“ segir Jón Proppé sýningarstjóri. „Þegar engin ein stefna er lengur ráðandi fara menn að leita í ýmsar ólíkar áttir. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað en sú fyrri og var reiðubúin til að skoða ólíklegustu kima í leit að innblæstri. Úr þessari gerjun spretta upp hreyfingar á borð við SÚM og líka kvennalistin, sem var mjög sterk áratuginn á eftir.“ Að mati Jóns helgaðist endurnýjunin í listum á þessum tíma fyrst og fremst af kynslóðaskiptum, þótt vissulega hafi eldri listamenn tekið þátt í tilraunastarfsemi. „Aðrir sátu við sinn keip og fyrir vikið urðu dálítil átök í kringum þetta en líka mikil stemning.“ Jón kveðst hafa lagt mikið upp úr að hafa sýninguna fræðandi, í vetur verður til að mynda boðið upp á dagskrá í tengslum við hana þar sem fjallað verður um hliðstæða endurnýjun í öðrum listgreinum á sjöunda áratugnum. „Það voru líka miklir umbrotatímar í öðrum geirum líka,“ segir Jón. „Vigdís Finnbogadóttir ræðir til dæmis um tilraunaleikhús á sjöunda áratugnum, Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá umbrotatímum í pólitík.“ Þá verða ýmsir tónlistarviðburðir á dagskrá í tengslum við sýninguna. Spurður hvort jafn róttæk endurnýjun hafi átt sér stað í myndlist frá því á sjöunda áratugnum, hugsar Jón sig um. „Kannski ekki jafn róttæk, en þróunin hefur verið hraðari í þaðheila. Myndlistin er til dæmis mjög fjölbreytt nú um mundir, það er engin ein nálgun eða stefna ráðandi. Ungir listamenn í dag hugsa dálítið eins og þetta fólk gerði fyrir 45 árum; að sé allt í lagi þótt sumir geri popplistaverk, aðrir konseptverk og enn aðrir málmskúlptúra og ekkert því til fyrirstöðu að allir geti sýnt saman. Umburðarlyndið er ekki jafn ríkjandi þegar ein ákveðin stefna verður ráðandi. Kannski er staðan í myndlistinni nú um mundir vísbending um það að við séum á nýju opnunarskeiðu og það gæti orðið róttæk breyting á næstunni.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Ný list verður til og viðburði henni tengdri má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. bergsteinn@frettablad.is Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Sjöundi áratugurinn og þau skil sem urðu í listum á því tímabili eru í brennidepli á yfirlitssýningarinnar Ný list verður til, sem verður opnuð á Kjarvalsstððum í dag. Þá urðu afdrifarík kynslóðaskipti í íslenskri myndlist, þar sem landslagslistin svaraði ekki lengur kröfum samtímans og abstraktlistin, sem hafði verið ráðandi í um áratug, var á undanhaldi. „Það myndaðist semsagt ákveðið tómarúm, sérstaklega á árunum 1965 til 1970,“ segir Jón Proppé sýningarstjóri. „Þegar engin ein stefna er lengur ráðandi fara menn að leita í ýmsar ólíkar áttir. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað en sú fyrri og var reiðubúin til að skoða ólíklegustu kima í leit að innblæstri. Úr þessari gerjun spretta upp hreyfingar á borð við SÚM og líka kvennalistin, sem var mjög sterk áratuginn á eftir.“ Að mati Jóns helgaðist endurnýjunin í listum á þessum tíma fyrst og fremst af kynslóðaskiptum, þótt vissulega hafi eldri listamenn tekið þátt í tilraunastarfsemi. „Aðrir sátu við sinn keip og fyrir vikið urðu dálítil átök í kringum þetta en líka mikil stemning.“ Jón kveðst hafa lagt mikið upp úr að hafa sýninguna fræðandi, í vetur verður til að mynda boðið upp á dagskrá í tengslum við hana þar sem fjallað verður um hliðstæða endurnýjun í öðrum listgreinum á sjöunda áratugnum. „Það voru líka miklir umbrotatímar í öðrum geirum líka,“ segir Jón. „Vigdís Finnbogadóttir ræðir til dæmis um tilraunaleikhús á sjöunda áratugnum, Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá umbrotatímum í pólitík.“ Þá verða ýmsir tónlistarviðburðir á dagskrá í tengslum við sýninguna. Spurður hvort jafn róttæk endurnýjun hafi átt sér stað í myndlist frá því á sjöunda áratugnum, hugsar Jón sig um. „Kannski ekki jafn róttæk, en þróunin hefur verið hraðari í þaðheila. Myndlistin er til dæmis mjög fjölbreytt nú um mundir, það er engin ein nálgun eða stefna ráðandi. Ungir listamenn í dag hugsa dálítið eins og þetta fólk gerði fyrir 45 árum; að sé allt í lagi þótt sumir geri popplistaverk, aðrir konseptverk og enn aðrir málmskúlptúra og ekkert því til fyrirstöðu að allir geti sýnt saman. Umburðarlyndið er ekki jafn ríkjandi þegar ein ákveðin stefna verður ráðandi. Kannski er staðan í myndlistinni nú um mundir vísbending um það að við séum á nýju opnunarskeiðu og það gæti orðið róttæk breyting á næstunni.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Ný list verður til og viðburði henni tengdri má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. bergsteinn@frettablad.is
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira