Þunglynd herðatré Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. september 2011 06:00 Haustið er doppótt. Doppur eru skemmtilegar. Þær lífga upp á umhverfið og eru oft í skemmtilegum litum. Enska orðið yfir doppumynstur er „polka dot", mjög glaðlegt orð. Doppur eru gleði. Ég, viðskiptavinkonan sem hlýtur að eiga að kaupa doppóttu fötin, kaupi það. En á tískusýningunum þar sem doppurnar voru kynntar var gleðin sem fyrr fjarri góðum leiða. Af einhverjum ástæðum virðist það þvælast fyrir heildrænni upplifun af hátískufötum að einhvers staðar í kringum þau glitti í bros. Á tískusýningarpöllunum fyrir haustlínuna sýndust fyrirsæturnar að venju ýmist annars hugar, fúlar eða sorgmæddar. Tískusýningar virðast vera ómennskir vinnustaðir, fullir af ótta, streitu og leiða. Á þetta ekki að vera eftirsóknarvert starf fyrir ungar stúlkur? Af frásögnum að dæma (og America"s Next Top Model) er venjulegur dagur í vinnunni hjá fyrirsætu í besta falli leiðinlegur, í versta falli niðurlægjandi. Ég þekki konu sem var lærlingur í hátískuhúsi. Lýsingar hennar á því hvernig rætt var um kornunga fyrirsætu á meðan henni var skipað að fara í og úr nærfötunum eftir því hvað hentaði flíkinni sem hún átti að sýna rændu mig trú á mannkynið í smástund á eftir. Það er ekkert skrýtið að fyrirsætur á tískusýningarpöllum líti út fyrir að vera óhamingjusamar. Fötin eru oftar en ekki límd á þær með teppalímbandi svo þau fari betur eða næld í flýti milli skiptinga og þá skiptir minnstu máli hvort nælist í hold. Þær eru víst oft svangar og þyrstar eftir hlaup milli verkefna. Og svo getur ekki verið gaman að láta glápa á sig og tala um sig eins og maður skipti engu máli daginn út og inn. Fyrirsætur á tískusýningum eiga víst ekki að vera manneskjur. Þær eiga ekki að sýna svipbrigði eða tilfinningar. Þær eru lifandi gínur sem eiga að sýna hvernig mynstur hreyfast og efni falla, þunglyndisleg herðatré á fæti. Ég er enginn hagfræðingur en ég ímynda mér að varning eigi yfirleitt að selja. En af hverju á ég, viðskiptavinkonan sem á að kaupa þessi doppuföt, að heillast af þessari óhamingju? Er einhverjum hagur í því að mér finnist hún eftirsóknarverð og töff? Að mig langi til að vera leið allan daginn? Ég á sjálfsagt eftir að kaupa mér eitthvað doppótt í vetur. Þegar ég verð búin að sjá alvöru, glaðar konur doppast um í einhvern tíma. Þunglynd herðatré selja mér ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Haustið er doppótt. Doppur eru skemmtilegar. Þær lífga upp á umhverfið og eru oft í skemmtilegum litum. Enska orðið yfir doppumynstur er „polka dot", mjög glaðlegt orð. Doppur eru gleði. Ég, viðskiptavinkonan sem hlýtur að eiga að kaupa doppóttu fötin, kaupi það. En á tískusýningunum þar sem doppurnar voru kynntar var gleðin sem fyrr fjarri góðum leiða. Af einhverjum ástæðum virðist það þvælast fyrir heildrænni upplifun af hátískufötum að einhvers staðar í kringum þau glitti í bros. Á tískusýningarpöllunum fyrir haustlínuna sýndust fyrirsæturnar að venju ýmist annars hugar, fúlar eða sorgmæddar. Tískusýningar virðast vera ómennskir vinnustaðir, fullir af ótta, streitu og leiða. Á þetta ekki að vera eftirsóknarvert starf fyrir ungar stúlkur? Af frásögnum að dæma (og America"s Next Top Model) er venjulegur dagur í vinnunni hjá fyrirsætu í besta falli leiðinlegur, í versta falli niðurlægjandi. Ég þekki konu sem var lærlingur í hátískuhúsi. Lýsingar hennar á því hvernig rætt var um kornunga fyrirsætu á meðan henni var skipað að fara í og úr nærfötunum eftir því hvað hentaði flíkinni sem hún átti að sýna rændu mig trú á mannkynið í smástund á eftir. Það er ekkert skrýtið að fyrirsætur á tískusýningarpöllum líti út fyrir að vera óhamingjusamar. Fötin eru oftar en ekki límd á þær með teppalímbandi svo þau fari betur eða næld í flýti milli skiptinga og þá skiptir minnstu máli hvort nælist í hold. Þær eru víst oft svangar og þyrstar eftir hlaup milli verkefna. Og svo getur ekki verið gaman að láta glápa á sig og tala um sig eins og maður skipti engu máli daginn út og inn. Fyrirsætur á tískusýningum eiga víst ekki að vera manneskjur. Þær eiga ekki að sýna svipbrigði eða tilfinningar. Þær eru lifandi gínur sem eiga að sýna hvernig mynstur hreyfast og efni falla, þunglyndisleg herðatré á fæti. Ég er enginn hagfræðingur en ég ímynda mér að varning eigi yfirleitt að selja. En af hverju á ég, viðskiptavinkonan sem á að kaupa þessi doppuföt, að heillast af þessari óhamingju? Er einhverjum hagur í því að mér finnist hún eftirsóknarverð og töff? Að mig langi til að vera leið allan daginn? Ég á sjálfsagt eftir að kaupa mér eitthvað doppótt í vetur. Þegar ég verð búin að sjá alvöru, glaðar konur doppast um í einhvern tíma. Þunglynd herðatré selja mér ekki neitt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun