Segir Samkeppniseftirlitið leggja Forlagið í einelti 3. september 2011 04:30 Jóhann Páll Valdimarsson Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir Samkeppniseftirlitið hafa lagt fyrirtækið í einelti síðustu ár. Þrátt fyrir blómlega samkeppni í útgáfu láti eftirlitið fyrirtækið ekki í friði. „Það er einfaldlega þannig að íslensk bókaútgáfa rís ekki undir þeim kostnaði sem það hefur óhjákvæmilega í för með sér að þurfa að fá lögfræðinga til að svara endalausum erindum frá Samkeppniseftirlitinu. Kostnaður okkar vegna þeirrar sáttar sem við þurftum að gangast undir árið 2008 er farinn að nema tugum milljóna utan sektarinnar,“ segir Jóhann Páll. Bókaútgáfan Forlagið varð til við samruna Eddu-útgáfu og JPV árið 2007. Samkeppniseftirlitið neitaði hins vegar að samþykkja hann nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Forlagið féllst að lokum á skilyrðin sem það hefur þurft að starfa eftir síðan. Fyrr á þessu ári sektaði Samkeppniseftirlitið Forlagið um 25 milljónir vegna brota á skilyrðunum. Taldi það Forlagið hafa sent seljendum leiðbeinandi smásöluverð sem brjóti í bága við skilyrðin. Forlagið hefur mótmælt sektinni harðlega og vísað henni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér segir að það telji það óþekkt að fyrirtæki með jafnlitla hlutdeild af heildarmarkaði sé beitt svo harkalegum viðurlögum. Jóhann Páll segir einkennilegt að Samkeppniseftirlitið hafi lagst gegn samrunanum á sínum tíma. „Ef við hefðum gert þetta hálfu ári síðar hefði þessi samruni ekki einu sinni verið tilkynningaskyldur þar sem lögum var breytt og veltumörk hækkuð. Við höfum því margoft farið fram á endurskoðun á sáttinni en án árangurs. Okkur er einfaldlega ókleift að starfa eftir þessari sátt, hún stenst ekki veruleikann,“ segir Jóhann Páll. - mþl Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir Samkeppniseftirlitið hafa lagt fyrirtækið í einelti síðustu ár. Þrátt fyrir blómlega samkeppni í útgáfu láti eftirlitið fyrirtækið ekki í friði. „Það er einfaldlega þannig að íslensk bókaútgáfa rís ekki undir þeim kostnaði sem það hefur óhjákvæmilega í för með sér að þurfa að fá lögfræðinga til að svara endalausum erindum frá Samkeppniseftirlitinu. Kostnaður okkar vegna þeirrar sáttar sem við þurftum að gangast undir árið 2008 er farinn að nema tugum milljóna utan sektarinnar,“ segir Jóhann Páll. Bókaútgáfan Forlagið varð til við samruna Eddu-útgáfu og JPV árið 2007. Samkeppniseftirlitið neitaði hins vegar að samþykkja hann nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Forlagið féllst að lokum á skilyrðin sem það hefur þurft að starfa eftir síðan. Fyrr á þessu ári sektaði Samkeppniseftirlitið Forlagið um 25 milljónir vegna brota á skilyrðunum. Taldi það Forlagið hafa sent seljendum leiðbeinandi smásöluverð sem brjóti í bága við skilyrðin. Forlagið hefur mótmælt sektinni harðlega og vísað henni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér segir að það telji það óþekkt að fyrirtæki með jafnlitla hlutdeild af heildarmarkaði sé beitt svo harkalegum viðurlögum. Jóhann Páll segir einkennilegt að Samkeppniseftirlitið hafi lagst gegn samrunanum á sínum tíma. „Ef við hefðum gert þetta hálfu ári síðar hefði þessi samruni ekki einu sinni verið tilkynningaskyldur þar sem lögum var breytt og veltumörk hækkuð. Við höfum því margoft farið fram á endurskoðun á sáttinni en án árangurs. Okkur er einfaldlega ókleift að starfa eftir þessari sátt, hún stenst ekki veruleikann,“ segir Jóhann Páll. - mþl
Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira