Nýtt athvarf fyrir fólk á leið úr vændi 3. september 2011 08:30 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Framkvæmdastýra athvarfsins segir að mikil eftirspurn sé eftir vændi á Íslandi og nauðsynlegt sé að opna umræðuna. fréttablaðið/vilhelm Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira