Huang Nubo vill reisa lúxus-hótel við hliðina á Hörpu 3. september 2011 04:15 Áformum um byggingu hótels við Hörpu var slegið á frest í kjölfar hrunsins, en kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo hefur áhuga á því að reisa hótel á reitnum.Fréttablaðið/Vilhelm Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi. „Hann vill reisa 300 herbergja, fimm stjörnu ráðstefnuhótel í Reykjavík. En hann verður auðvit-að að bíða eftir haldbærum svörum frá yfirvöldum áður en nokkuð slíkt getur hafist,“ segir Halldór. Ekkert hefur enn verið ákveðið með staðsetningu fyrirhugaðs hótels, en Nubo hefur fengið ábendingar um byggingarreitinn sunnan við Hörpu sem ákjósanlegan stað. Fyrirætlanir Nubos á Grímsstöðum eru stórtækar. Hann hyggur á að reisa 250 herbergja lúxushótel ásamt því að koma upp litlum leigubústöðum víðs vegar um landareignina fyrir fjölskyldufólk. Þá eiga einnig að verða heilsulind og golfvöllur á svæðinu. Halldór undrast mjög þá umræðu sem hefur verið um málið á undanförnum dögum. „Við áttum alltaf von á því að það yrðu skiptar skoðanir, en við bjuggumst ekki alveg við þessum viðbrögðum. Það má meta þetta þannig að væntingar Íslendinga til nýrra hluta eru mjög miklar,“ segir hann. Að sögn Halldórs hefur Nubo aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að kaupa út hlut ríkisins í Grímsstöðum, sem er 25 prósent. Hann hafi ætíð viljað vinna málið í fullri samvinnu við ríkið. „Hann lagði sjálfur upp drög að samkomulagi við yfirvöld til að draga úr vafa og efasemdum,“ segir hann. „Hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og samþykkja að hluti af jörðinni verði þjóðgarður. Hann vill hefja samstarf við Landgræðsluna, Ferðamálastofu og skipulagsyfirvöld. Boltinn er alfarið hjá ráðamönnum.“ Veiti innanríkisráðuneytið Nubo undanþágu til kaupanna er stefnt að því að starfsemi á ferðamannasvæðinu á Grímsstöðum hefjist árið 2014. Svipaðar fyrirætlanir eru með 300 herbergja hótelið í Reykjavík. sunna@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi. „Hann vill reisa 300 herbergja, fimm stjörnu ráðstefnuhótel í Reykjavík. En hann verður auðvit-að að bíða eftir haldbærum svörum frá yfirvöldum áður en nokkuð slíkt getur hafist,“ segir Halldór. Ekkert hefur enn verið ákveðið með staðsetningu fyrirhugaðs hótels, en Nubo hefur fengið ábendingar um byggingarreitinn sunnan við Hörpu sem ákjósanlegan stað. Fyrirætlanir Nubos á Grímsstöðum eru stórtækar. Hann hyggur á að reisa 250 herbergja lúxushótel ásamt því að koma upp litlum leigubústöðum víðs vegar um landareignina fyrir fjölskyldufólk. Þá eiga einnig að verða heilsulind og golfvöllur á svæðinu. Halldór undrast mjög þá umræðu sem hefur verið um málið á undanförnum dögum. „Við áttum alltaf von á því að það yrðu skiptar skoðanir, en við bjuggumst ekki alveg við þessum viðbrögðum. Það má meta þetta þannig að væntingar Íslendinga til nýrra hluta eru mjög miklar,“ segir hann. Að sögn Halldórs hefur Nubo aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að kaupa út hlut ríkisins í Grímsstöðum, sem er 25 prósent. Hann hafi ætíð viljað vinna málið í fullri samvinnu við ríkið. „Hann lagði sjálfur upp drög að samkomulagi við yfirvöld til að draga úr vafa og efasemdum,“ segir hann. „Hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og samþykkja að hluti af jörðinni verði þjóðgarður. Hann vill hefja samstarf við Landgræðsluna, Ferðamálastofu og skipulagsyfirvöld. Boltinn er alfarið hjá ráðamönnum.“ Veiti innanríkisráðuneytið Nubo undanþágu til kaupanna er stefnt að því að starfsemi á ferðamannasvæðinu á Grímsstöðum hefjist árið 2014. Svipaðar fyrirætlanir eru með 300 herbergja hótelið í Reykjavík. sunna@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15