Reglum um erfðabreyttan mat frestað 3. september 2011 05:30 Jóhannes Gunnarsson Matvælareglugerð skotið á frest Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi. Reglugerðin felur í sér að matvæli sem innihalda erfðabreyttar lífverur, til dæmis hveitikorn, maís eða soja, skuli merkt greinilega á umbúðum eða í hillu. Markmiðið með reglunum er að upplýsa neytendur matvæla og kaupendur fóðurs um innihald vöru, það er hvort hún innihaldi erfðabreytt hráefni. Deilur um ágæti erfðabreyttra matvæla hafa verið eitt stærsta neytendamál síðari ára á heimsvísu. Skýrar reglugerðir um merkingu erfðabreyttra matvæla eru í öllum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en málin horfa öðru vísi við í Bandaríkjunum og erfitt gæti reynst að fá nauðsynlegar upplýsingar um allar vörur. Baldur Erlingsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu, segir innflytjendur matvöru frá Bandaríkjunum hafa óskað eftir frestinum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir þó að reglurnar muni koma til framkvæmda. „Það er engan bilbug á okkur í ráðuneytinu að finna og þessi reglugerð er á leiðinni,“ segir Bjarni en bætir því við að það hafi þótti sjálfsagt að verða við ósk um frest því að aðlögunin gæti tekið tíma og enn þurfi að fara í gegnum ýmis atriði. „Það er alveg eðlilegt.“ Neytendasamtökin fögnuðu nýju reglugerðinni er hún var undirrituð í lok síðasta árs en harma nú frestunina. „Ég skil ekki þessa frestun og vil fá rök ráðherra fyrir henni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég spyr því, hverra hagsmuna er verið að gæta? Eru það hagsmunir innflytjenda?“ Jóhannes segir einnig umhugsunarvert hvort til standi að breyta reglunum frekar áður en þær taki gildi. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk Neytendasamtakanna að segja fólki hvort það eigi að kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki. „Hins vegar þurfa neytendur slíkar upplýsingar til að geta valið vörur á upplýstan hátt.“ Jóhannes segir innflytjendur hafa fengið nægt svigrúm til að laga sig að reglugerðinni. Þar að auki hafi önnur EES-ríki búið við slíkar reglur um árabil. „En við sitjum enn og bíðum, og það er óviðunandi fyrir íslenska neytendur.“thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Matvælareglugerð skotið á frest Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi. Reglugerðin felur í sér að matvæli sem innihalda erfðabreyttar lífverur, til dæmis hveitikorn, maís eða soja, skuli merkt greinilega á umbúðum eða í hillu. Markmiðið með reglunum er að upplýsa neytendur matvæla og kaupendur fóðurs um innihald vöru, það er hvort hún innihaldi erfðabreytt hráefni. Deilur um ágæti erfðabreyttra matvæla hafa verið eitt stærsta neytendamál síðari ára á heimsvísu. Skýrar reglugerðir um merkingu erfðabreyttra matvæla eru í öllum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en málin horfa öðru vísi við í Bandaríkjunum og erfitt gæti reynst að fá nauðsynlegar upplýsingar um allar vörur. Baldur Erlingsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu, segir innflytjendur matvöru frá Bandaríkjunum hafa óskað eftir frestinum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir þó að reglurnar muni koma til framkvæmda. „Það er engan bilbug á okkur í ráðuneytinu að finna og þessi reglugerð er á leiðinni,“ segir Bjarni en bætir því við að það hafi þótti sjálfsagt að verða við ósk um frest því að aðlögunin gæti tekið tíma og enn þurfi að fara í gegnum ýmis atriði. „Það er alveg eðlilegt.“ Neytendasamtökin fögnuðu nýju reglugerðinni er hún var undirrituð í lok síðasta árs en harma nú frestunina. „Ég skil ekki þessa frestun og vil fá rök ráðherra fyrir henni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég spyr því, hverra hagsmuna er verið að gæta? Eru það hagsmunir innflytjenda?“ Jóhannes segir einnig umhugsunarvert hvort til standi að breyta reglunum frekar áður en þær taki gildi. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk Neytendasamtakanna að segja fólki hvort það eigi að kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki. „Hins vegar þurfa neytendur slíkar upplýsingar til að geta valið vörur á upplýstan hátt.“ Jóhannes segir innflytjendur hafa fengið nægt svigrúm til að laga sig að reglugerðinni. Þar að auki hafi önnur EES-ríki búið við slíkar reglur um árabil. „En við sitjum enn og bíðum, og það er óviðunandi fyrir íslenska neytendur.“thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent