Pistill frá Eddu Garðarsdóttur: Griðastaður Edda Garðarsdóttir skrifar 3. september 2011 09:00 Edda Garðarsdóttir Mynd/Ossi Ahola Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista aukakílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einkalífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skammdegisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröðinni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Pistillinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Sjá meira
Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista aukakílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einkalífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skammdegisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröðinni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því.
Pistillinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Sjá meira