Bretar og Hollendingar fá allt til baka 2. september 2011 06:00 Árni Páll Árnason „Þetta eru afskaplega góð tíðindi. Þetta sýnir að þær breytingar sem við gengumst fyrir í hruninu með neyðarlögunum, þegar innstæðum var skapaður forgangur, munu leiða til þess að innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái allt sitt til baka, jafnvel þó að þeir hafi verið með innstæður umfram það sem innstæðutryggingarkerfið átti að tryggja," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. „Þetta mun væntanlega þýða að inneign í búinu dugi fyrir öllum innstæðum, líka innstæðum góðgerðarfélaganna í Bretlandi og sveitarfélaganna og innstæðum umfram þau mörk sem til dæmis hollensk stjórnvöld kusu að ábyrgjast, það er að segja 100 þúsund evrur," segir Árni Páll. Hann segir þá mynd sem nú blasi við í Icesave-málinu annars eðlis en áður og það skapi forsendur til að ræða málið á annan hátt. „Þessi niðurstaða mundi líka þýða að Bretar væru að fá að fullu til baka þá peninga sem þeir kusu að tryggja umfram lágmarkstrygginguna til að verja eigið fjármálakerfi. Ef þetta verður niðurstaðan, og ef Hæstiréttur staðfestir forgang allra innstæðueigenda, getur málið aldrei snúist um annað en mögulega kröfu Breta og Hollendinga um greiðslu vaxta í einhvern tíma."- kóp Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
„Þetta eru afskaplega góð tíðindi. Þetta sýnir að þær breytingar sem við gengumst fyrir í hruninu með neyðarlögunum, þegar innstæðum var skapaður forgangur, munu leiða til þess að innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái allt sitt til baka, jafnvel þó að þeir hafi verið með innstæður umfram það sem innstæðutryggingarkerfið átti að tryggja," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. „Þetta mun væntanlega þýða að inneign í búinu dugi fyrir öllum innstæðum, líka innstæðum góðgerðarfélaganna í Bretlandi og sveitarfélaganna og innstæðum umfram þau mörk sem til dæmis hollensk stjórnvöld kusu að ábyrgjast, það er að segja 100 þúsund evrur," segir Árni Páll. Hann segir þá mynd sem nú blasi við í Icesave-málinu annars eðlis en áður og það skapi forsendur til að ræða málið á annan hátt. „Þessi niðurstaða mundi líka þýða að Bretar væru að fá að fullu til baka þá peninga sem þeir kusu að tryggja umfram lágmarkstrygginguna til að verja eigið fjármálakerfi. Ef þetta verður niðurstaðan, og ef Hæstiréttur staðfestir forgang allra innstæðueigenda, getur málið aldrei snúist um annað en mögulega kröfu Breta og Hollendinga um greiðslu vaxta í einhvern tíma."- kóp
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira