Matarkarfan ódýrust í Krónunni - Bónus mótmælir vinnubrögðum 2. september 2011 04:00 Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verðmunur reyndist vera á verði matar-körfunnar á milli Bónuss, Krónunnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krónunni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóatúns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýrustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnubrögðum ASÍ eru ódýrustu bananarnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur," segir í tilkynningunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlitið vinni eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með," segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verðmunur reyndist vera á verði matar-körfunnar á milli Bónuss, Krónunnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krónunni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóatúns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýrustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnubrögðum ASÍ eru ódýrustu bananarnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur," segir í tilkynningunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlitið vinni eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með," segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira