Sátt við ferlið en ekki niðurstöðuna 31. ágúst 2011 06:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er á móti veru Íslands í Nató og lögðu þingmenn flokksins fram þingsályktunartillögu í maí um úrsögn úr bandalaginu. Samfylkingin vill Ísland áfram innan hernaðarbandalagsins. fréttablaðið/valli katrín jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Líkt og komið hefur fram samþykkti flokksráðið ályktun þess efnis að rannsókn færi fram á aðdraganda þess að Ísland samþykkti stuðning við loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fara yfir veru okkar í Nató, en það liggur fyrir að við erum á móti henni, en einnig um ferlið í kringum þá aðild og það hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi,“ segir Katrín. Hún segir flest liggja fyrir varðandi aðdraganda stuðnings Íslendinga. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir það. Hann segir engan vafa á því að Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hafi tekið ákvörðun á réttum forsendum. Andstaða Vinstri grænna hafi legið fyrir, en ráðherrann haft þinglegan meirihluta að baki sér. Árni Þór segir að mögulega skorti upplýsingar um hvernig málið bar að. „Við vorum bæði í ríkisstjórn og í þinginu sammála um að styðja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“ Árni Þór segir hins vegar að frá upphafi hafi flokkurinn verið á móti loftárásum Nató á landið. „Það er hins vegar ekkert óljóst í þessu. Utanríkisráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á því að fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri ekki athugasemd við loftárásirnar. Þá var hann búinn að kanna hug þingsins samkvæmt lögum og utanríkismálanefnd búin að fjalla um málið. Ákvörðunin hafði meirihlutastuðning á Alþingi.“ Árni Þór segir að þótt ferlið hafi verið rétt hafi flokkurinn verið ósammála niðurstöðunni. Össuri hafi verið ljóst að Vinstri græn gerðu athugasemdir, en hafi haft þinglegan meirihluta á bak við sig. Spurður hvort andstaða Vinstri grænna gagnvart Nató þvælist fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni Þór á að það sé ekki einsdæmi að flokkur á móti hernaðarbandalögum sitji í ríkisstjórn. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvernig Ísland tekur afstöðu innan hernaðarbandalagsins á meðan það er þar. kolbeinn@frettabladid.isárni þór sigurðsson Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
katrín jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Líkt og komið hefur fram samþykkti flokksráðið ályktun þess efnis að rannsókn færi fram á aðdraganda þess að Ísland samþykkti stuðning við loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fara yfir veru okkar í Nató, en það liggur fyrir að við erum á móti henni, en einnig um ferlið í kringum þá aðild og það hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi,“ segir Katrín. Hún segir flest liggja fyrir varðandi aðdraganda stuðnings Íslendinga. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir það. Hann segir engan vafa á því að Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hafi tekið ákvörðun á réttum forsendum. Andstaða Vinstri grænna hafi legið fyrir, en ráðherrann haft þinglegan meirihluta að baki sér. Árni Þór segir að mögulega skorti upplýsingar um hvernig málið bar að. „Við vorum bæði í ríkisstjórn og í þinginu sammála um að styðja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“ Árni Þór segir hins vegar að frá upphafi hafi flokkurinn verið á móti loftárásum Nató á landið. „Það er hins vegar ekkert óljóst í þessu. Utanríkisráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á því að fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri ekki athugasemd við loftárásirnar. Þá var hann búinn að kanna hug þingsins samkvæmt lögum og utanríkismálanefnd búin að fjalla um málið. Ákvörðunin hafði meirihlutastuðning á Alþingi.“ Árni Þór segir að þótt ferlið hafi verið rétt hafi flokkurinn verið ósammála niðurstöðunni. Össuri hafi verið ljóst að Vinstri græn gerðu athugasemdir, en hafi haft þinglegan meirihluta á bak við sig. Spurður hvort andstaða Vinstri grænna gagnvart Nató þvælist fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni Þór á að það sé ekki einsdæmi að flokkur á móti hernaðarbandalögum sitji í ríkisstjórn. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvernig Ísland tekur afstöðu innan hernaðarbandalagsins á meðan það er þar. kolbeinn@frettabladid.isárni þór sigurðsson
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira