Vatnsréttindi aftur á forræði ríkisvalds 29. ágúst 2011 07:00 Katrín Júlíusdóttir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira