Tyrklandi fleygir fram Þorvaldur Gylfason skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Tyrkir eru nú 79 milljónir að tölu. Tyrkland er þriðja fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi með sínar 139 milljónir manns og Þýzkalandi með 81 milljón. Lífskjör Tyrkja voru nálægt meðallagi arabalanda 1960-1995, en eftir það hófu Tyrkir sig til flugs og státa nú af tvisvar sinnum meiri kaupmætti þjóðartekna en arabalöndin að jafnaði þrátt fyrir skæða fjármálakreppu 2001. Tekjur á mann í Tyrklandi námu röskum fjórðungi af meðaltali OECD-landa 1995 og nema nú tæpum helmingi. Ekki bara það: Tyrkir lifðu að jafnaði 19 árum skemur en Grikkir 1960, en nú er munurinn kominn niður í sjö ár. Grískur hvítvoðungur getur vænzt þess að verða áttræður (strákar 77, stelpur 83), tyrkneskur 73 ára (strákar 71, stelpur 75). Ég rek þessar tölur til að minna á, að félagsvísar til dæmis um langlífi eru órækur vottur um framfarir ekki síður en hagvísar á borð við tekjur á mann. Tyrkland deilir landamærum og langri sögu bæði með Evrópu og Austurlöndum nær. Istanbúl, stærsta borg landsins með 15 milljónir íbúa, sumir segja 20, liggur hálf í Evrópu, hinn helmingurinn í Litlu-Asíu handan við Bospórus-sundið. Tyrkland sótti 1987 um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Samningar hafa dregizt á langinn vegna þrálátra efasemda um ráðahaginn innan ESB. Þar finnst sumum, að Tyrkir þurfi að gera meira til að treysta lýðræði og lyfta mannréttindum. Öðrum finnst saga Tyrklands og Evrópu ekki vera nógu samofin til að réttlæta aðild. ESB-ríkin þurfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu um aðildarumsókn Tyrklands. Þau setja það ekki fyrir sig, að 99,8 prósent Tyrkja eru múslímar, enda hefur stjórnmálum og trúarbrögðum verið haldið formlega aðskildum í Tyrklandi frá stofnun nýs lýðveldis þar 1923. Milljónir Tyrkja hafa lengi búið og starfað í Þýzkalandi og öðrum ESB-ríkjum við góðan orðstír. Langt í landSum ESB-ríki vilja gjarnan hleypa Tyrkjum inn í sambandið af utanríkispólitískum ástæðum. Önnur aðildarríki óttast, að aðild Tyrklands að ESB of snemma gæti kallað efnahagsleg og félagsleg vandamál yfir sambandið og aðhyllast heldur náin viðskiptatengsl ESB við Tyrkland án fullrar aðildar. Ef Grikkland með 11 milljónir íbúa gat komið sambandinu í klípu, geta menn nú spurt, hvað gæti Tyrkland þá gert með sínar 79 milljónir? – og það á opnum vinnumarkaði. Tyrkland hefur búið við mestu verðbólgu allra OECD-landa frá 1960; Ísland er í öðru sæti. Tyrkland hefur einnig búið við afskipti hersins af stjórnmálum annað veifið (herinn tók völdin 1960, 1971 og 1980), en nú virðist ríkisstjórn landsins vera í þann veginn að draga síðustu vígtennurnar úr hernum. Enn getur þó orðið alllöng bið á því, að Tyrkland og ESB nái saman um aðild Tyrkja að sambandinu. Mörgum þykir þó brýna nauðsyn bera til að hleypa Tyrkjum að til að draga úr líkum á, að gamla púðurtunnan á Balkanskaga springi í loft upp eina ferðina enn með hörmulegum afleiðingum annars staðar um álfuna. Franski rithöfundurinn og lögfræðingurinn Montesquieu vissi, hvað hann söng, þegar hann sagði í riti sínu Andi laganna (1748): Viðskipti efla frið. Þetta er lykilhugsunin að baki ESB og áframhaldandi útvíkkun sambandsins. Tyrkland var heimsveldi á miðöldum, en veldi Tyrkja leystist upp eftir fyrri heimsstyrjöldina 1914-1918, sem kostaði 19 milljónir mannslífa og mikla þjóðflutninga, meðal annars milli Grikklands og Tyrklands. Grikkir og Tyrkir deila enn um Kýpur, en samt gekk Kýpur í ESB 2004. Árin 1991-2001 voru háð fimm blóðug stríð á Balkanskaga milli þjóða, sem tilheyrðu Tyrklandi á stórveldistímanum. Tvær og hálf milljón manna misstu heimili sín og 300 þúsund týndu lífi í næsta nágrenni við ESB. Á Balkanskaga búa nú 55 milljónir manns í friði og spekt í tólf eða þrettán löndum (Moldóva er ýmist talin með eða ekki). Púðurtunnan virðist nú hafa verið bleytt með viðskiptasamningum þessara landa við ESB, samningum, sem löndin vona líkt og ESB, að séu undanfari fullrar aðildar. Fríverzlun er þaulreynd aðferð til að stilla til friðar milli gamalla óvinaþjóða og lyfta lífskjörum almennings. Friður og umbæturEins og ég lýsti á þessum stað 1. apríl í fyrra kæmi til greina að bjóða Tyrkjum aðild að EFTA og EES-samningnum, sem felur í sér eins konar aukaaðild að ESB án áskriftar að sameiginlegri landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu ESB og evrunni. EES-samningnum var frá byrjun ætlað að vera þjálfunarbúðir og biðstofa fyrir lönd, sem þurftu tíma til að ákveða, hvort þau vildu ganga alla leið inn í ESB. Með tilboði um aðild að EES væri Tyrkjum veitt færi á að tengjast Evrópu nánari böndum til að efla frið og styrkja umbótasinna í Tyrklandi og veikja afturhaldsöflin, sem horfa frekar til arabaheimsins en Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Tyrkir eru nú 79 milljónir að tölu. Tyrkland er þriðja fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi með sínar 139 milljónir manns og Þýzkalandi með 81 milljón. Lífskjör Tyrkja voru nálægt meðallagi arabalanda 1960-1995, en eftir það hófu Tyrkir sig til flugs og státa nú af tvisvar sinnum meiri kaupmætti þjóðartekna en arabalöndin að jafnaði þrátt fyrir skæða fjármálakreppu 2001. Tekjur á mann í Tyrklandi námu röskum fjórðungi af meðaltali OECD-landa 1995 og nema nú tæpum helmingi. Ekki bara það: Tyrkir lifðu að jafnaði 19 árum skemur en Grikkir 1960, en nú er munurinn kominn niður í sjö ár. Grískur hvítvoðungur getur vænzt þess að verða áttræður (strákar 77, stelpur 83), tyrkneskur 73 ára (strákar 71, stelpur 75). Ég rek þessar tölur til að minna á, að félagsvísar til dæmis um langlífi eru órækur vottur um framfarir ekki síður en hagvísar á borð við tekjur á mann. Tyrkland deilir landamærum og langri sögu bæði með Evrópu og Austurlöndum nær. Istanbúl, stærsta borg landsins með 15 milljónir íbúa, sumir segja 20, liggur hálf í Evrópu, hinn helmingurinn í Litlu-Asíu handan við Bospórus-sundið. Tyrkland sótti 1987 um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Samningar hafa dregizt á langinn vegna þrálátra efasemda um ráðahaginn innan ESB. Þar finnst sumum, að Tyrkir þurfi að gera meira til að treysta lýðræði og lyfta mannréttindum. Öðrum finnst saga Tyrklands og Evrópu ekki vera nógu samofin til að réttlæta aðild. ESB-ríkin þurfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu um aðildarumsókn Tyrklands. Þau setja það ekki fyrir sig, að 99,8 prósent Tyrkja eru múslímar, enda hefur stjórnmálum og trúarbrögðum verið haldið formlega aðskildum í Tyrklandi frá stofnun nýs lýðveldis þar 1923. Milljónir Tyrkja hafa lengi búið og starfað í Þýzkalandi og öðrum ESB-ríkjum við góðan orðstír. Langt í landSum ESB-ríki vilja gjarnan hleypa Tyrkjum inn í sambandið af utanríkispólitískum ástæðum. Önnur aðildarríki óttast, að aðild Tyrklands að ESB of snemma gæti kallað efnahagsleg og félagsleg vandamál yfir sambandið og aðhyllast heldur náin viðskiptatengsl ESB við Tyrkland án fullrar aðildar. Ef Grikkland með 11 milljónir íbúa gat komið sambandinu í klípu, geta menn nú spurt, hvað gæti Tyrkland þá gert með sínar 79 milljónir? – og það á opnum vinnumarkaði. Tyrkland hefur búið við mestu verðbólgu allra OECD-landa frá 1960; Ísland er í öðru sæti. Tyrkland hefur einnig búið við afskipti hersins af stjórnmálum annað veifið (herinn tók völdin 1960, 1971 og 1980), en nú virðist ríkisstjórn landsins vera í þann veginn að draga síðustu vígtennurnar úr hernum. Enn getur þó orðið alllöng bið á því, að Tyrkland og ESB nái saman um aðild Tyrkja að sambandinu. Mörgum þykir þó brýna nauðsyn bera til að hleypa Tyrkjum að til að draga úr líkum á, að gamla púðurtunnan á Balkanskaga springi í loft upp eina ferðina enn með hörmulegum afleiðingum annars staðar um álfuna. Franski rithöfundurinn og lögfræðingurinn Montesquieu vissi, hvað hann söng, þegar hann sagði í riti sínu Andi laganna (1748): Viðskipti efla frið. Þetta er lykilhugsunin að baki ESB og áframhaldandi útvíkkun sambandsins. Tyrkland var heimsveldi á miðöldum, en veldi Tyrkja leystist upp eftir fyrri heimsstyrjöldina 1914-1918, sem kostaði 19 milljónir mannslífa og mikla þjóðflutninga, meðal annars milli Grikklands og Tyrklands. Grikkir og Tyrkir deila enn um Kýpur, en samt gekk Kýpur í ESB 2004. Árin 1991-2001 voru háð fimm blóðug stríð á Balkanskaga milli þjóða, sem tilheyrðu Tyrklandi á stórveldistímanum. Tvær og hálf milljón manna misstu heimili sín og 300 þúsund týndu lífi í næsta nágrenni við ESB. Á Balkanskaga búa nú 55 milljónir manns í friði og spekt í tólf eða þrettán löndum (Moldóva er ýmist talin með eða ekki). Púðurtunnan virðist nú hafa verið bleytt með viðskiptasamningum þessara landa við ESB, samningum, sem löndin vona líkt og ESB, að séu undanfari fullrar aðildar. Fríverzlun er þaulreynd aðferð til að stilla til friðar milli gamalla óvinaþjóða og lyfta lífskjörum almennings. Friður og umbæturEins og ég lýsti á þessum stað 1. apríl í fyrra kæmi til greina að bjóða Tyrkjum aðild að EFTA og EES-samningnum, sem felur í sér eins konar aukaaðild að ESB án áskriftar að sameiginlegri landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu ESB og evrunni. EES-samningnum var frá byrjun ætlað að vera þjálfunarbúðir og biðstofa fyrir lönd, sem þurftu tíma til að ákveða, hvort þau vildu ganga alla leið inn í ESB. Með tilboði um aðild að EES væri Tyrkjum veitt færi á að tengjast Evrópu nánari böndum til að efla frið og styrkja umbótasinna í Tyrklandi og veikja afturhaldsöflin, sem horfa frekar til arabaheimsins en Evrópu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun