Brjóst, blóð og barbarismi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. ágúst 2011 10:00 Bíó. Conan the Barbarian. Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Rachel Nichols, Stephen Lang, Rose McGowan, Ron Perlman. Fyrsta sagan um villimanninn Conan var prentuð fyrir tæpum 80 árum og síðan hefur hann birst reglulega í bókum, teiknimyndasögum og á hvíta tjaldinu. Margir muna eftir kvikmyndunum tveimur þar sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger túlkaði þessa vinsælu hetju, en nú eru komnar nýjar hreðjar í loðbrókina. Jason Momoa er ágætur sem Conan. Hann er fimari en forveri hans og virðist hafa sæmilega gaman af þessu. Kvenhetjan er lítið merkileg og illmennið höfum við séð margsinnis áður. Það er þá helst dóttir illmennisins sem nær að vera eftirminnileg, en hún er gríðarlega blóðþyrst og miskunnarlaus. Ofbeldið í myndinni er mikið og ljótt. Að sama skapi gefur það myndinni hressilegan B-myndablæ, þó að stafrænar blóðsletturnar verði þreytandi til lengdar. Conan the Barbarian er klisjukennd og óvönduð. Hún nær þó að vera skemmtileg á köflum og virðist vera að einhverju leyti meðvituð um eigin fáránleika. Byrjunaratriðið er til dæmis drepfyndið, en þar sjáum við dramatískan Ron Perlman skera barnungan gúmmí-Conan úr maga deyjandi móður sinnar í miðjum bardaga. Er atriðið grín? Það hlýtur að vera. Ég hafði hugsað mér að vera rausnarlegur í þágu „bjésins" en í lokakafla myndarinnar fór gamanið heldur að kárna. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er. Niðurstaða: Fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi. Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Conan the Barbarian. Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Rachel Nichols, Stephen Lang, Rose McGowan, Ron Perlman. Fyrsta sagan um villimanninn Conan var prentuð fyrir tæpum 80 árum og síðan hefur hann birst reglulega í bókum, teiknimyndasögum og á hvíta tjaldinu. Margir muna eftir kvikmyndunum tveimur þar sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger túlkaði þessa vinsælu hetju, en nú eru komnar nýjar hreðjar í loðbrókina. Jason Momoa er ágætur sem Conan. Hann er fimari en forveri hans og virðist hafa sæmilega gaman af þessu. Kvenhetjan er lítið merkileg og illmennið höfum við séð margsinnis áður. Það er þá helst dóttir illmennisins sem nær að vera eftirminnileg, en hún er gríðarlega blóðþyrst og miskunnarlaus. Ofbeldið í myndinni er mikið og ljótt. Að sama skapi gefur það myndinni hressilegan B-myndablæ, þó að stafrænar blóðsletturnar verði þreytandi til lengdar. Conan the Barbarian er klisjukennd og óvönduð. Hún nær þó að vera skemmtileg á köflum og virðist vera að einhverju leyti meðvituð um eigin fáránleika. Byrjunaratriðið er til dæmis drepfyndið, en þar sjáum við dramatískan Ron Perlman skera barnungan gúmmí-Conan úr maga deyjandi móður sinnar í miðjum bardaga. Er atriðið grín? Það hlýtur að vera. Ég hafði hugsað mér að vera rausnarlegur í þágu „bjésins" en í lokakafla myndarinnar fór gamanið heldur að kárna. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er. Niðurstaða: Fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi.
Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira