Rétt viðbrögð vinnufélaga skiptu sköpum 24. ágúst 2011 04:00 Vestmannaeyjahöfn í gær Maðurinn var hífður upp úr lestinni og var þá kominn til meðvitundar. fréttablaðið/óskar Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ellefu. Starfsmaður sem var við löndun á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugðust skjótt við og komu neyðargrímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafnaði því alfarið að greina frá slysinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahúsinu.svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ellefu. Starfsmaður sem var við löndun á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugðust skjótt við og komu neyðargrímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafnaði því alfarið að greina frá slysinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahúsinu.svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent