Einungis sex trúfélög af 35 hafa svarað bréfi 23. ágúst 2011 06:30 Guðrún Ögmundsdóttir Formaður fagráðs innanríkisráðuneytis segir nauðsynlegt að festa meðferð á kynferðisbrotum innan trúfélaga í lögum.fréttablaðið/e.ól. Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira