Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki 23. ágúst 2011 03:00 á útleið Guðmundur Steingrímsson mun segja sig úr Framsóknarflokknum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun stofnun nýs stjórnmálaafls vera til skoðunar.fréttablaðið/gva siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira