Ábyrgðin er okkar 20. ágúst 2011 06:00 dagur B. Eggertsson Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán
Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira