Grikkland, Grikkland Þorvaldur Gylfason skrifar 18. ágúst 2011 08:00 Kreppan í Grikklandi nú er ekki bankakreppa, heldur ríkisfjármálakreppa. Vandi Grikklands er að þessu leyti gerólíkur efnahagsvanda Íslands. Skoðum það eftir andartak, en fyrst þetta. Frá Afríku til EvrópuÞegar ég kom fyrst til Grikklands fyrir 30 árum, blasti við mér land, sem var í aðra röndina eins og næsti bær við Afríku; ég var einmitt að koma þaðan. Aþena virtist þá gerólík öðrum Evrópuborgum okkar megin við járntjaldið, sem klauf Evrópu í tvennt. Þjóðartekjur á mann í Grikklandi voru þá fjórðungi lægri en hér heima, en meðalævi fólksins var jafnlöng á báðum stöðum og miklu lengri en í Afríku. Nýfætt barn í Grikklandi gat 1981 líkt og íslenzkur hvítvoðungur vænzt þess að ná 74 ára aldri. Sama ár, 1981, gekk Grikkland í Evrópusambandið (ESB). Síðan þetta var hefur Grikkland tekið stakkaskiptum. Ef ESB gat hjálpað Írum við að rífa sig upp úr ævilangri fátækt og kennt Bretum að borða góðan mat, þá hlaut sambandið einnig að geta komið Grikkjum til að taka sig saman í andlitinu þrátt fyrir ýmis erfið heimatilbúin vandamál svo sem herforingjastjórnina 1967-1974. Þetta tókst, en þó ekki til fulls. Grikkland sker sig að sönnu ekki lengur úr hópi Evrópulanda. Landið ljómar þrátt fyrir þessa daga. Umferðin í Aþenu er nú léttari en áður þrátt fyrir stríða fólksflutninga úr sveit í borg. Neðanjarðarlest var tekin í notkun árið 2000 og hringvegur lagður umhverfis höfuðborgina, hvort tveggja með aðstoð frá ESB. Neðanjarðarlestir þekkjast víðast hvar í evrópskum höfuðborgum, en hvergi í Afríku nema í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Grikkir standa nú eftir hrun svo að segja jafnfætis Íslendingum í efnahagslegu tilliti, mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann 2010 samkvæmt nýjum upplýsingum Alþjóðabankans. Þeir hafa því næstum náð að jafna forskot okkar á þennan kvarða frá 1981. Við stöndum þó feti framar að því leyti, að meðalævin hefur lengzt meira hér heima. Nýfætt barn á Íslandi getur nú vænzt þess að ná 82 ára aldri á móti 80 árum í Grikklandi. Það gefur okkur tveggja ára forskot. Bæði löndin hafa þá sjaldgæfu sérstöðu, að þau laða til sín fleiri erlenda ferðamenn á hverju ári en nemur fólksfjölda. Fjárhagsvandi GrikkjaGrískir bankar lentu ekki í neinum umtalsverðum vandræðum, þegar bankar víða um lönd léku á reiðiskjálfi 2007-2008 og sumir hrundu. Efnahagsvandi Grikklands nú stafar einkum af því, að ríkisstjórnin brást. Hún fegraði – nei, falsaði! – ríkisbókhaldið til að komast inn í evrusamstarf ESB, enda hafði innlenda myntin, drakman, ekki gefizt vel. Aðrar þjóðir ESB þóttust ekki taka eftir bókhaldsbrellunum til að tefja ekki framþróun sambandsins. Þetta var skyssa. Agaleysið í ríkisfjármálum Grikklands vatt upp á sig, þar til erlendir lánardrottnar misstu þolinmæðina. Samt er ekkert að Grikkjum. Þeir standa sig til dæmis býsna vel í útlöndum, þar sem stjórnmálamenningin heiman að þvælist ekki fyrir þeim. Sameiginlegri mynt eins og evrunni þarf að réttu lagi að fylgja sameiginleg stjórn ríkisfjármála að hluta líkt og í Bandaríkjunum, svo að einstök lönd í vanda eigi aðgang að fyrirgreiðslu frá öðrum aðildarlöndum, þegar á móti blæs, en þó þannig, að öll löndin hafi hag af að halda fjármálum sínum í sæmilegu horfi. Þetta hefur ESB vanrækt. Grikkland gekk á lagið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur til, að erlendir lánardrottnar gríska ríkisins taki á sig talsverðar afskriftir líkt og erlendir lánardrottnar íslenzku bankanna þurftu að gera. ESB leggur heldur til, að grískir skattgreiðendur standi full skil á skuldum ríkissjóðs við útlönd. Á að reisa skjaldborg? Um hverja? Erlenda banka eða innlenda skattgreiðendur? Vandinn hljómar kunnuglega. Málið er enn óútkljáð. Hver sat um hvern?Íslenzka bankakerfið hrundi 2008, aðallega vegna heimatilbúinna mistaka og misferlis eins og Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir rækilega í skýrslu sinni í níu bindum. Kenningin um Ísland sem saklaust fórnarlamb erlends umsáturs á sér enga stoð í raunveruleikanum. Mér kemur í hug gömul saga af þýzku hóteli, sem brást við rýrnandi postulínsbirgðum eldhússins með því að láta brenna neðan á alla diska, bolla og undirskálar hússins: „Gestolen von Hotel Königshof“. Kannski færi ekki illa á að hengja upp marmaraplötu á viðeigandi stað til dæmis í Hörpu og víðar með svipaðri áletrun: „Genommen von Deutsche Bank“. Íslenzku bankarnir áttu þó ekki annarra kosta völ en að hlaupa frá skuldum sínum, enda var útilokað, að ríkissjóður hlypi undir bagga, svo risavaxnar voru skuldirnar. Grískir skattgreiðendur eiga nú þriggja kosta völ. Þeir geta hert ólarnar og staðið í skilum, samið um afskriftir við erlenda lánardrottna eða neitað að borga. Síðasti kosturinn gefst yfirleitt ekki vel, þar eð orðstír vanskilaþjóðar þarf langan tíma – áratugi – til að jafna sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Kreppan í Grikklandi nú er ekki bankakreppa, heldur ríkisfjármálakreppa. Vandi Grikklands er að þessu leyti gerólíkur efnahagsvanda Íslands. Skoðum það eftir andartak, en fyrst þetta. Frá Afríku til EvrópuÞegar ég kom fyrst til Grikklands fyrir 30 árum, blasti við mér land, sem var í aðra röndina eins og næsti bær við Afríku; ég var einmitt að koma þaðan. Aþena virtist þá gerólík öðrum Evrópuborgum okkar megin við járntjaldið, sem klauf Evrópu í tvennt. Þjóðartekjur á mann í Grikklandi voru þá fjórðungi lægri en hér heima, en meðalævi fólksins var jafnlöng á báðum stöðum og miklu lengri en í Afríku. Nýfætt barn í Grikklandi gat 1981 líkt og íslenzkur hvítvoðungur vænzt þess að ná 74 ára aldri. Sama ár, 1981, gekk Grikkland í Evrópusambandið (ESB). Síðan þetta var hefur Grikkland tekið stakkaskiptum. Ef ESB gat hjálpað Írum við að rífa sig upp úr ævilangri fátækt og kennt Bretum að borða góðan mat, þá hlaut sambandið einnig að geta komið Grikkjum til að taka sig saman í andlitinu þrátt fyrir ýmis erfið heimatilbúin vandamál svo sem herforingjastjórnina 1967-1974. Þetta tókst, en þó ekki til fulls. Grikkland sker sig að sönnu ekki lengur úr hópi Evrópulanda. Landið ljómar þrátt fyrir þessa daga. Umferðin í Aþenu er nú léttari en áður þrátt fyrir stríða fólksflutninga úr sveit í borg. Neðanjarðarlest var tekin í notkun árið 2000 og hringvegur lagður umhverfis höfuðborgina, hvort tveggja með aðstoð frá ESB. Neðanjarðarlestir þekkjast víðast hvar í evrópskum höfuðborgum, en hvergi í Afríku nema í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Grikkir standa nú eftir hrun svo að segja jafnfætis Íslendingum í efnahagslegu tilliti, mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann 2010 samkvæmt nýjum upplýsingum Alþjóðabankans. Þeir hafa því næstum náð að jafna forskot okkar á þennan kvarða frá 1981. Við stöndum þó feti framar að því leyti, að meðalævin hefur lengzt meira hér heima. Nýfætt barn á Íslandi getur nú vænzt þess að ná 82 ára aldri á móti 80 árum í Grikklandi. Það gefur okkur tveggja ára forskot. Bæði löndin hafa þá sjaldgæfu sérstöðu, að þau laða til sín fleiri erlenda ferðamenn á hverju ári en nemur fólksfjölda. Fjárhagsvandi GrikkjaGrískir bankar lentu ekki í neinum umtalsverðum vandræðum, þegar bankar víða um lönd léku á reiðiskjálfi 2007-2008 og sumir hrundu. Efnahagsvandi Grikklands nú stafar einkum af því, að ríkisstjórnin brást. Hún fegraði – nei, falsaði! – ríkisbókhaldið til að komast inn í evrusamstarf ESB, enda hafði innlenda myntin, drakman, ekki gefizt vel. Aðrar þjóðir ESB þóttust ekki taka eftir bókhaldsbrellunum til að tefja ekki framþróun sambandsins. Þetta var skyssa. Agaleysið í ríkisfjármálum Grikklands vatt upp á sig, þar til erlendir lánardrottnar misstu þolinmæðina. Samt er ekkert að Grikkjum. Þeir standa sig til dæmis býsna vel í útlöndum, þar sem stjórnmálamenningin heiman að þvælist ekki fyrir þeim. Sameiginlegri mynt eins og evrunni þarf að réttu lagi að fylgja sameiginleg stjórn ríkisfjármála að hluta líkt og í Bandaríkjunum, svo að einstök lönd í vanda eigi aðgang að fyrirgreiðslu frá öðrum aðildarlöndum, þegar á móti blæs, en þó þannig, að öll löndin hafi hag af að halda fjármálum sínum í sæmilegu horfi. Þetta hefur ESB vanrækt. Grikkland gekk á lagið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur til, að erlendir lánardrottnar gríska ríkisins taki á sig talsverðar afskriftir líkt og erlendir lánardrottnar íslenzku bankanna þurftu að gera. ESB leggur heldur til, að grískir skattgreiðendur standi full skil á skuldum ríkissjóðs við útlönd. Á að reisa skjaldborg? Um hverja? Erlenda banka eða innlenda skattgreiðendur? Vandinn hljómar kunnuglega. Málið er enn óútkljáð. Hver sat um hvern?Íslenzka bankakerfið hrundi 2008, aðallega vegna heimatilbúinna mistaka og misferlis eins og Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir rækilega í skýrslu sinni í níu bindum. Kenningin um Ísland sem saklaust fórnarlamb erlends umsáturs á sér enga stoð í raunveruleikanum. Mér kemur í hug gömul saga af þýzku hóteli, sem brást við rýrnandi postulínsbirgðum eldhússins með því að láta brenna neðan á alla diska, bolla og undirskálar hússins: „Gestolen von Hotel Königshof“. Kannski færi ekki illa á að hengja upp marmaraplötu á viðeigandi stað til dæmis í Hörpu og víðar með svipaðri áletrun: „Genommen von Deutsche Bank“. Íslenzku bankarnir áttu þó ekki annarra kosta völ en að hlaupa frá skuldum sínum, enda var útilokað, að ríkissjóður hlypi undir bagga, svo risavaxnar voru skuldirnar. Grískir skattgreiðendur eiga nú þriggja kosta völ. Þeir geta hert ólarnar og staðið í skilum, samið um afskriftir við erlenda lánardrottna eða neitað að borga. Síðasti kosturinn gefst yfirleitt ekki vel, þar eð orðstír vanskilaþjóðar þarf langan tíma – áratugi – til að jafna sig.