Reynt að róa fjárfesta í Frakklandi 12. ágúst 2011 00:01 Áhyggjur Fjárfestar á evrópskum mörkuðum hafa verið á nálum út af stöðu franskra banka og hefur Société Générale til dæmis fallið skarpt í verði. Fréttablaðið/AP Frakkland, APNicolas Sarkozy hefur skipað ríkisstjórninni að skera enn frekar niður í ríkisútgjöldum til að bregðast við óvissuástandi sem ríkti á fjármálamörkuðum í gær. Franskir bankar líkt og Société Générale (SocGen) féllu verulega í verði þar sem orðrómur um bága stöðu þeirra olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í þeim. Yfirvöld, forsvarsmenn bankanna og talsmenn helstu matsfyrirtækjanna reyndu að róa markaðinn með yfirlýsingum um áreiðanleika franska bankakerfisins. Hlutabréf SocGen féllu í virði um 15% á miðvikudag og 5% í viðbót í gær. Það varð til þess að eftirlitsstofnanir í Frakklandi og Evrópusambandinu áréttuðu að hægt væri að grípa til refsinga gegn hverjum þeim sem reyndi að koma af stað fölskum orðrómi til að hagnast af því. Meðal annars þurftu matsfyrirtækin þrjú að lýsa því yfir að ekki stæði til að fella lánshæfismat Frakklands niður úr toppflokki. Viðvarandi halli hefur verið á fjárlögum ríkisins sem stóð í 7,1% í fyrra. Stefnt er að því að lækka hallann niður í 5,7% í ár og 4,6% á næsta ári og Sarkozy leggur mikla áherslu á að ná því takmarki. Víst er að grannt verður fylgst með hagtölum sem birtar verða í dag um franska efnahagslífið á öðrum ársfjórðungi. Þá er sú staðreynd að Frakkar ganga til forsetakosninga næsta vor ekki til að deyfa áhyggjurnar. Erfitt verður að grípa til frekari niðurskurðar þegar samdráttur er í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki og taugaveiklun er rekinn til slæmrar skuldastöðu margra ríkja á Evrusvæðinu þar sem Ítalía er síðasta dæmið um ríki sem þarf að grípa til örþrifaráða til að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum. Sarkozy og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda á þriðjudag þar sem þau munu ræða mögulegar lausnir á vandræðum Evrópu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Frakkland, APNicolas Sarkozy hefur skipað ríkisstjórninni að skera enn frekar niður í ríkisútgjöldum til að bregðast við óvissuástandi sem ríkti á fjármálamörkuðum í gær. Franskir bankar líkt og Société Générale (SocGen) féllu verulega í verði þar sem orðrómur um bága stöðu þeirra olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í þeim. Yfirvöld, forsvarsmenn bankanna og talsmenn helstu matsfyrirtækjanna reyndu að róa markaðinn með yfirlýsingum um áreiðanleika franska bankakerfisins. Hlutabréf SocGen féllu í virði um 15% á miðvikudag og 5% í viðbót í gær. Það varð til þess að eftirlitsstofnanir í Frakklandi og Evrópusambandinu áréttuðu að hægt væri að grípa til refsinga gegn hverjum þeim sem reyndi að koma af stað fölskum orðrómi til að hagnast af því. Meðal annars þurftu matsfyrirtækin þrjú að lýsa því yfir að ekki stæði til að fella lánshæfismat Frakklands niður úr toppflokki. Viðvarandi halli hefur verið á fjárlögum ríkisins sem stóð í 7,1% í fyrra. Stefnt er að því að lækka hallann niður í 5,7% í ár og 4,6% á næsta ári og Sarkozy leggur mikla áherslu á að ná því takmarki. Víst er að grannt verður fylgst með hagtölum sem birtar verða í dag um franska efnahagslífið á öðrum ársfjórðungi. Þá er sú staðreynd að Frakkar ganga til forsetakosninga næsta vor ekki til að deyfa áhyggjurnar. Erfitt verður að grípa til frekari niðurskurðar þegar samdráttur er í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki og taugaveiklun er rekinn til slæmrar skuldastöðu margra ríkja á Evrusvæðinu þar sem Ítalía er síðasta dæmið um ríki sem þarf að grípa til örþrifaráða til að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum. Sarkozy og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda á þriðjudag þar sem þau munu ræða mögulegar lausnir á vandræðum Evrópu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira