Hér eru allir mjög sáttir Steinunn Stefánsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 „Hér eru allir mjög sáttir," segir fulltrúi í Þjóðhátíðarnefnd í viðtali við Fréttablaðið í dag og annar segir: „Heilt yfir tókst hátíðin vel." Forráðamaður hátíðarinnar á Akureyri segir í viðtali í sömu frétt: „Þetta var eins og best verður á kosið." Og jú, það er áreiðanlega rétt hjá þessum mönnum að þorri hátíðargesta bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri skemmti sér vel og langflestir voru sjálfum sér til sóma í hvívetna. Vissulega eru þessi ummæli klippt úr úr lengri samtölum við mennina og formaður Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum segir vissulega einnig að kynferðisbrot skyggi á gleðina yfir vel heppnaðri hátíð og að eitt slíkt sé einu of mikið. Engu að síður verður að segjast að skuggahliðar hátíðanna eru svo miklar og afdrifaríkar fyrir þau sem hlut eiga að máli að alls kostar óviðeigandi hlýtur að teljast að taka til orða eins og dæmin hér að framan sýna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var vitað um sex kynferðisbrotamál í gærkvöld en þau höfðu komið til kasta heilbrigðisstofnana og/eða lögreglu. Fimm áttu sér stað í Vestmannaeyjum og eitt á Akureyri. Líklega eru málin enn fleiri. Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri í Neyðarmóttöku, segir í frétt blaðsins að reynslan segi að fleiri mál geti komið upp á næstu dögum. Ef gripið er til tölfræðinnar má segja sér að innan við helmingur málanna verði kærður og enn færri munu síðan enda með sakfellingu. Rétt er þó að geta þess að þegar var búið að kæra tvö nauðgunarmál í Vestmannaeyjum í gær. Þetta eru heldur fleiri mál en verið hefur undanfarin ár. Þó er ekki víst að það þýði að fleiri kynferðisbrot hafi verið framin. Allt eins og vonandi getur það þýtt að þolendur þeirra hafi frekar leitað sér aðstoðar. Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér hvers vegna lagt er upp í slíkar hátíðir ár eftir ár þrátt fyrir þann toll sem þær augljóslega taka. Hvers vegna skera forráðamenn hátíðanna ekki upp herör gegn kynferðisbrotunum í stað þess að skella við þeim skollaeyrum og leitast stöðugt við að breiða yfir þau? Af hverju eru það aðeins femínistar og talskonur Stígamóta sem hvetja til fjöldasamstöðu gegn nauðgunum? Af hverju taka forráðamenn útihátíða ekki höndum saman við femínista og Stígamótakonur um að stemma stigu við nauðgunum og öðrum kynferðisbrotum, senda skýr skilaboð um að kynferðisbrot séu ekki liðin? Þetta ætti að gera fyrir hátíðarnar, í auglýsingum og allri umræðu. Meðan á hátíðunum stendur á að vera stöðugur áróður og virkt eftirlit og þegar málin eru gerð upp að lokum verður að greina hvað má betur fara. Skilaboðin sem forráðamenn hátíðanna senda hins vegar með „allt gekk vel" yfirlýsingum sínum eru þvert á móti þau að kynferðisbrot séu liðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
„Hér eru allir mjög sáttir," segir fulltrúi í Þjóðhátíðarnefnd í viðtali við Fréttablaðið í dag og annar segir: „Heilt yfir tókst hátíðin vel." Forráðamaður hátíðarinnar á Akureyri segir í viðtali í sömu frétt: „Þetta var eins og best verður á kosið." Og jú, það er áreiðanlega rétt hjá þessum mönnum að þorri hátíðargesta bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri skemmti sér vel og langflestir voru sjálfum sér til sóma í hvívetna. Vissulega eru þessi ummæli klippt úr úr lengri samtölum við mennina og formaður Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum segir vissulega einnig að kynferðisbrot skyggi á gleðina yfir vel heppnaðri hátíð og að eitt slíkt sé einu of mikið. Engu að síður verður að segjast að skuggahliðar hátíðanna eru svo miklar og afdrifaríkar fyrir þau sem hlut eiga að máli að alls kostar óviðeigandi hlýtur að teljast að taka til orða eins og dæmin hér að framan sýna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var vitað um sex kynferðisbrotamál í gærkvöld en þau höfðu komið til kasta heilbrigðisstofnana og/eða lögreglu. Fimm áttu sér stað í Vestmannaeyjum og eitt á Akureyri. Líklega eru málin enn fleiri. Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri í Neyðarmóttöku, segir í frétt blaðsins að reynslan segi að fleiri mál geti komið upp á næstu dögum. Ef gripið er til tölfræðinnar má segja sér að innan við helmingur málanna verði kærður og enn færri munu síðan enda með sakfellingu. Rétt er þó að geta þess að þegar var búið að kæra tvö nauðgunarmál í Vestmannaeyjum í gær. Þetta eru heldur fleiri mál en verið hefur undanfarin ár. Þó er ekki víst að það þýði að fleiri kynferðisbrot hafi verið framin. Allt eins og vonandi getur það þýtt að þolendur þeirra hafi frekar leitað sér aðstoðar. Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér hvers vegna lagt er upp í slíkar hátíðir ár eftir ár þrátt fyrir þann toll sem þær augljóslega taka. Hvers vegna skera forráðamenn hátíðanna ekki upp herör gegn kynferðisbrotunum í stað þess að skella við þeim skollaeyrum og leitast stöðugt við að breiða yfir þau? Af hverju eru það aðeins femínistar og talskonur Stígamóta sem hvetja til fjöldasamstöðu gegn nauðgunum? Af hverju taka forráðamenn útihátíða ekki höndum saman við femínista og Stígamótakonur um að stemma stigu við nauðgunum og öðrum kynferðisbrotum, senda skýr skilaboð um að kynferðisbrot séu ekki liðin? Þetta ætti að gera fyrir hátíðarnar, í auglýsingum og allri umræðu. Meðan á hátíðunum stendur á að vera stöðugur áróður og virkt eftirlit og þegar málin eru gerð upp að lokum verður að greina hvað má betur fara. Skilaboðin sem forráðamenn hátíðanna senda hins vegar með „allt gekk vel" yfirlýsingum sínum eru þvert á móti þau að kynferðisbrot séu liðin.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun