„Þetta er mikill sorgardagur“ 23. júlí 2011 05:30 Mynd/AP „Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira