Pistillinn: Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona skrifar 23. júlí 2011 18:41 Edda Garðarsdóttir ásamt landsliðkonunum Katrínu Jónsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni. Innlendar Pistillinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira