Hægt að bjarga lífi barns Steinunn Stefánsdóttir skrifar 20. júlí 2011 06:00 Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert. Ástandið í Sómalíu hefur farið hríðversnandi undanfarnar vikur og talið er að tvöfalt fleiri börn séu þar vannærð nú en var í mars síðastliðnum. Ekki er búist við rigningu á svæðinu fyrr en í september eða október og fyrr mun ástandið ekki breytast. Það kemur því til kasta alþjóðlegra hjálparsamtaka og þjóða heimsins að koma því fólki til bjargar sem þarna býr. Frétt gærdagsins um að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefði lofað framlagi íslenska ríkisins upp á að minnsta kosti 18,5 milljónir gegnum íslensk hjálparsamtök og Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna var góð. Það er mikilvægt að Ísland liggi ekki á liði sínu við að draga úr neyð þeirra sem svelta í Sómalíu og nágrannaríkjum. Almenningi gefst einnig kostur á að leggja sitt af mörkum með því að styðja landssafnanir sem fara nú fram á vegum þriggja samtaka: Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Unicef og Rauða krossins. Með því að hringja í tiltekin símanúmer er upphæð sem dregin er frá næsta símareikningi lögð til söfnunarinnar. Almenningur virðist sem betur fer hafa tekið nokkuð vel við sér og talsvert fé hefur safnast þrátt fyrir að svo virðist sem náttúruhamfarir eins og flóð og jarðskjálftar veki iðulega meiri athygli og viðbrögð fjölmiðla og almennings en neyð sem kemur hægt og bítandi eins og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, benti á í frétt blaðsins í gær. Íslendingar hafa aldrei orðið fyrir hörmungum sem hægt er að líkja við þær sem nú dynja á fátæku fólki í Sómalíu, Keníu og Eþíópíu. Það er því ágætt að hafa í huga að þrátt fyrir það höfum við á stundum verið andlag fjársafnana meðal almennings í öðrum löndum, safnana sem hafa skipt sköpum fyrir þá sem í hlut áttu. Á síðustu áratugum má minnast safnana vegna snjóflóða á Vestfjörðum og Vestmannaeyjagoss. Áhersla hjálparstofnana beinist að því að meðhöndla vannærð börn en sú upphæð sem þarf til að gerbreyta horfum barns sem er vannært er ekki há á okkar mælikvarða. Jafnframt þarf að bólusetja börnin við sjúkdómum sem farnir eru að láta á sér kræla á þurrkasvæðunum og ógna lífi þeirra og sjá fólki fyrir hreinu og drykkjarhæfu vatni. Það er rík ástæða til að hvetja hvern þann sem aflögufær er til að skoða hvort hann eigi þess ekki kost að leggja fram upphæð sem stuðlar að því að draga úr þeirri miklu neyð sem nú ríkir í Afríku. Lág upphæð í íslensku samhengi getur bjargað lífi barns. Því fé er vel varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert. Ástandið í Sómalíu hefur farið hríðversnandi undanfarnar vikur og talið er að tvöfalt fleiri börn séu þar vannærð nú en var í mars síðastliðnum. Ekki er búist við rigningu á svæðinu fyrr en í september eða október og fyrr mun ástandið ekki breytast. Það kemur því til kasta alþjóðlegra hjálparsamtaka og þjóða heimsins að koma því fólki til bjargar sem þarna býr. Frétt gærdagsins um að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefði lofað framlagi íslenska ríkisins upp á að minnsta kosti 18,5 milljónir gegnum íslensk hjálparsamtök og Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna var góð. Það er mikilvægt að Ísland liggi ekki á liði sínu við að draga úr neyð þeirra sem svelta í Sómalíu og nágrannaríkjum. Almenningi gefst einnig kostur á að leggja sitt af mörkum með því að styðja landssafnanir sem fara nú fram á vegum þriggja samtaka: Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Unicef og Rauða krossins. Með því að hringja í tiltekin símanúmer er upphæð sem dregin er frá næsta símareikningi lögð til söfnunarinnar. Almenningur virðist sem betur fer hafa tekið nokkuð vel við sér og talsvert fé hefur safnast þrátt fyrir að svo virðist sem náttúruhamfarir eins og flóð og jarðskjálftar veki iðulega meiri athygli og viðbrögð fjölmiðla og almennings en neyð sem kemur hægt og bítandi eins og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, benti á í frétt blaðsins í gær. Íslendingar hafa aldrei orðið fyrir hörmungum sem hægt er að líkja við þær sem nú dynja á fátæku fólki í Sómalíu, Keníu og Eþíópíu. Það er því ágætt að hafa í huga að þrátt fyrir það höfum við á stundum verið andlag fjársafnana meðal almennings í öðrum löndum, safnana sem hafa skipt sköpum fyrir þá sem í hlut áttu. Á síðustu áratugum má minnast safnana vegna snjóflóða á Vestfjörðum og Vestmannaeyjagoss. Áhersla hjálparstofnana beinist að því að meðhöndla vannærð börn en sú upphæð sem þarf til að gerbreyta horfum barns sem er vannært er ekki há á okkar mælikvarða. Jafnframt þarf að bólusetja börnin við sjúkdómum sem farnir eru að láta á sér kræla á þurrkasvæðunum og ógna lífi þeirra og sjá fólki fyrir hreinu og drykkjarhæfu vatni. Það er rík ástæða til að hvetja hvern þann sem aflögufær er til að skoða hvort hann eigi þess ekki kost að leggja fram upphæð sem stuðlar að því að draga úr þeirri miklu neyð sem nú ríkir í Afríku. Lág upphæð í íslensku samhengi getur bjargað lífi barns. Því fé er vel varið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun