Bakvörðurinn Emil Þór Jóhannsson gekk í gær frá tveggja ára samningi við KR. Emil hefur verið lykilmaður í liði Snæfells undanfarin tvö tímabil.
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, er ánægður með viðbótina. Hann segir að Emil geti fyllt í skarð Pavels Ermolinskij í varnarleiknum og geti enn bætt sig mikið sóknarlega.
„Það er mjög gott að fá Emil inn. Þetta verður svolítið púsluspil hjá okkur. Við misstum að mínu mati þrjá bestu bakverði deildarinnar í fyrra. Þeirra hæfileikar og eiginleikar skópu okkar leikstíl. Það má búast við því að KR verði að finna sinn stíl fram eftir tímabili,“ segir Hrafn.
KR gekk nýlega frá samningi við Bandaríkjamanninn DeWayne Reed og Hrafn segir að félagið muni bæta við sig Bandaríkjamanni.
Hrafn Kristjánsson þjálfari KR: KR leitar að nýjum leikstíl
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn