Skerst í odda milli Facebook og Google í netstríðinu mikla 18. júlí 2011 20:30 Mark Zuckerberg stofnandi Facebook, til vinstri, er sennilega áhyggjufullur þessa dagana fyrst þeir Larry Page og Sergej Brin, stofnendur Google, eru komnir í samkeppni við hann. Fréttaskýring: Hvernig gengur nýjasta samskiptavefnum sem ætlað er að keppa við Facebook? Bandaríska tæknifyrirtækið Google hleypti nýverið af stokkunum tengslavefnum Google+ sem er í anda Facebook. Netsérfræðingar telja vefinn stærstu ógnina sem fram hefur komið við Facebook og spá því að hið hljóða stríð sem geisað hefur á milli fyrirtækjanna harðni á næstu misserum. Google+, sem þýða má sem plúsinn, er þriðja tilraun Google til að koma inn á tengslavefsmarkaðinn en hinar tvær, Buzz og Wave, náðu aldrei flugi. Plúsinn hefur hins vegar farið af stað með miklum krafti. Notendur eru orðnir 10 milljón talsins og fer ört fjölgandi. Það er merkilegur árangur en einungis sextán dagar eru síðan fyrstu notendurnir skráðu sig auk þess sem skráning er enn takmörkuð við þá sem fá boð frá öðrum notendum. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort Google hafi búið til Facebook-bana. Plúsinn er að flestu leyti líkur Facebook. Notendur leita uppi vini sína, fjölskyldu og kunningja og geta auðveldlega deilt með þeim ljósmyndum, áhugaverðum tenglum, myndböndum og þar fram eftir götunum. Helsta nýjung síðunnar er þjónusta sem kölluð er „hangout“ og þýða má sem hittingur. Hittingurinn gerir notendum kleift að spjalla sín á milli notandi vefmyndavél og hljóðnema á mjög þægilegan hátt. Ólíkt flestum öðrum slíkum þjónustum geta fleiri en tveir notendur nýtt sér hana í einu. Vart þarf að taka það fram að Facebook mun brátt opna fyrir svipaða þjónustu. Þá þykir Plúsinn vera notendavænn og auðskiljanlegur fyrir nýja notendur. Google og Facebook eru sannkallaðir risar í netheimum en hafa hingað til boðið upp á ólíka þjónustu. Google hefur verið ráðandi leitarvél auk þess að bjóða upp á ýmsa aðra þjónustu. Facebook hefur hins vegar verið langstærsti samskiptamiðillinn við vini og kunningja á netinu. Fyrirtækin hafa þó sífellt verið að þróa þjónustu sína í átt til samkeppnisaðilans. Þannig gerir Facebook notendum kleift að leita eftir hlutum sem vinir og kunningjar mæla með og er þar með að vissu leyti komin í samkeppni við Google. Google hefur á hinn bóginn verið að reyna að tengja tengslaupplýsingar við leitarvél sína og hefur nú komið sér upp eigin tengslavef. Þar að auki hafa fyrirtækin átt í harðvítugri baráttu um hæfileikaríkt starfsfólk í Kísildalnum í Bandaríkjunum en reglulega hafa lykilstarfsmenn verið keyptir yfir til samkeppnisaðilans. Loks hafa fyrirtækin reglulega reynt að bregða fæti fyrir þjónustu hins. Þannig er ekki lengur hægt að færa upplýsingar um tengiliði sína í Gmail-póstþjónustunni yfir á Facebook og heldur ekki hægt að færa upplýsingar um Facebook tengiliði yfir í Gmail. Þá hefur Facebook þegar séð til þess að ekki er hægt að flytja upplýsingar frá Facebook yfir á Plúsinn. Spennandi verður að sjá hvort Plúsinn nær fótfestu í netheimum. Facebook hefur vitaskuld mikið forskot enn sem komið er en margir telja að Plúsinn geti náð fótfestu og með risann Google á bak við sig hægt og rólega aukið markaðshlutdeild sína. magnusl@frettabladid.is Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig gengur nýjasta samskiptavefnum sem ætlað er að keppa við Facebook? Bandaríska tæknifyrirtækið Google hleypti nýverið af stokkunum tengslavefnum Google+ sem er í anda Facebook. Netsérfræðingar telja vefinn stærstu ógnina sem fram hefur komið við Facebook og spá því að hið hljóða stríð sem geisað hefur á milli fyrirtækjanna harðni á næstu misserum. Google+, sem þýða má sem plúsinn, er þriðja tilraun Google til að koma inn á tengslavefsmarkaðinn en hinar tvær, Buzz og Wave, náðu aldrei flugi. Plúsinn hefur hins vegar farið af stað með miklum krafti. Notendur eru orðnir 10 milljón talsins og fer ört fjölgandi. Það er merkilegur árangur en einungis sextán dagar eru síðan fyrstu notendurnir skráðu sig auk þess sem skráning er enn takmörkuð við þá sem fá boð frá öðrum notendum. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort Google hafi búið til Facebook-bana. Plúsinn er að flestu leyti líkur Facebook. Notendur leita uppi vini sína, fjölskyldu og kunningja og geta auðveldlega deilt með þeim ljósmyndum, áhugaverðum tenglum, myndböndum og þar fram eftir götunum. Helsta nýjung síðunnar er þjónusta sem kölluð er „hangout“ og þýða má sem hittingur. Hittingurinn gerir notendum kleift að spjalla sín á milli notandi vefmyndavél og hljóðnema á mjög þægilegan hátt. Ólíkt flestum öðrum slíkum þjónustum geta fleiri en tveir notendur nýtt sér hana í einu. Vart þarf að taka það fram að Facebook mun brátt opna fyrir svipaða þjónustu. Þá þykir Plúsinn vera notendavænn og auðskiljanlegur fyrir nýja notendur. Google og Facebook eru sannkallaðir risar í netheimum en hafa hingað til boðið upp á ólíka þjónustu. Google hefur verið ráðandi leitarvél auk þess að bjóða upp á ýmsa aðra þjónustu. Facebook hefur hins vegar verið langstærsti samskiptamiðillinn við vini og kunningja á netinu. Fyrirtækin hafa þó sífellt verið að þróa þjónustu sína í átt til samkeppnisaðilans. Þannig gerir Facebook notendum kleift að leita eftir hlutum sem vinir og kunningjar mæla með og er þar með að vissu leyti komin í samkeppni við Google. Google hefur á hinn bóginn verið að reyna að tengja tengslaupplýsingar við leitarvél sína og hefur nú komið sér upp eigin tengslavef. Þar að auki hafa fyrirtækin átt í harðvítugri baráttu um hæfileikaríkt starfsfólk í Kísildalnum í Bandaríkjunum en reglulega hafa lykilstarfsmenn verið keyptir yfir til samkeppnisaðilans. Loks hafa fyrirtækin reglulega reynt að bregða fæti fyrir þjónustu hins. Þannig er ekki lengur hægt að færa upplýsingar um tengiliði sína í Gmail-póstþjónustunni yfir á Facebook og heldur ekki hægt að færa upplýsingar um Facebook tengiliði yfir í Gmail. Þá hefur Facebook þegar séð til þess að ekki er hægt að flytja upplýsingar frá Facebook yfir á Plúsinn. Spennandi verður að sjá hvort Plúsinn nær fótfestu í netheimum. Facebook hefur vitaskuld mikið forskot enn sem komið er en margir telja að Plúsinn geti náð fótfestu og með risann Google á bak við sig hægt og rólega aukið markaðshlutdeild sína. magnusl@frettabladid.is
Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira