Fíkniefnahvolpar í hæsta gæðaflokki 16. júlí 2011 08:00 MÆÐGURFíkniefnahundurinn Ella í leik með dóttur sinni Clarissu. Sú síðarnefnda er á leiðinni til Steinars Gunnarssonar yfirhundaþjálfara. „Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“ Þetta segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, um hvolpa fíkniefnahundanna Ellu og Nelsons, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ákveðið var að para hundinn og tíkina, sem bæði eru innflutt, til að freista þess að fá nothæfa fíkniefnahunda undan þeim. Steinar segir tilraunina hafa heppnast svo vel að líkja megi hvolpunum við lottóvinning. Með þessu sparist að minnsta kosti tíu milljónir króna þar sem innfluttir hundar séu mjög dýrir. Þrír eða fjórir unghundanna verða notaðir hjá lögreglu, tveir hjá tollgæslunni og einn fær Fangelsismálastofnun. „Við prófuðum unghundana á útihátíðum um síðustu helgi. Á Eistnaflugshátíðinni komu upp 29 fíkniefnamál. Hundurinn sem við fórum með þangað átti þau flest. Á Bestu útihátíðina fórum við með þrjá hunda og þeir skiluðu stórum hluta fíkniefnamálanna. Meðal hundanna var hundur Fangelsismálastofnunar, sem hefur hlotið nafnið Vinkill. Hann fór alveg á kostum.“ Steinar segir mjög strangar kröfur gerðar til unghundanna og gríðarlega vinnu lagða í þá. Ríkislögreglustjóri vilji reka metnaðarfullt starf hvað alla þætti varði. Mjög góð samvinna sé milli lögreglu, Fangelsismálastofnunar og tollgæslu um þjálfun hundanna sem og öll önnur verkefni. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
„Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“ Þetta segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, um hvolpa fíkniefnahundanna Ellu og Nelsons, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ákveðið var að para hundinn og tíkina, sem bæði eru innflutt, til að freista þess að fá nothæfa fíkniefnahunda undan þeim. Steinar segir tilraunina hafa heppnast svo vel að líkja megi hvolpunum við lottóvinning. Með þessu sparist að minnsta kosti tíu milljónir króna þar sem innfluttir hundar séu mjög dýrir. Þrír eða fjórir unghundanna verða notaðir hjá lögreglu, tveir hjá tollgæslunni og einn fær Fangelsismálastofnun. „Við prófuðum unghundana á útihátíðum um síðustu helgi. Á Eistnaflugshátíðinni komu upp 29 fíkniefnamál. Hundurinn sem við fórum með þangað átti þau flest. Á Bestu útihátíðina fórum við með þrjá hunda og þeir skiluðu stórum hluta fíkniefnamálanna. Meðal hundanna var hundur Fangelsismálastofnunar, sem hefur hlotið nafnið Vinkill. Hann fór alveg á kostum.“ Steinar segir mjög strangar kröfur gerðar til unghundanna og gríðarlega vinnu lagða í þá. Ríkislögreglustjóri vilji reka metnaðarfullt starf hvað alla þætti varði. Mjög góð samvinna sé milli lögreglu, Fangelsismálastofnunar og tollgæslu um þjálfun hundanna sem og öll önnur verkefni. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira