Svörtu sauðirnir ætla að verða dýrkeyptir 16. júlí 2011 05:00 hrossabændur Verða gerðir starfsleyfisskyldir verði nýtt frumvarp sjávar- og landbúnaðarráðherra um dýravelferð að lögum. Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira