Allir bændur með bústofn verða starfsleyfisskyldir 15. júlí 2011 06:00 búfé Krafa um starfsleyfi nær meðal annars til sauðfjárbænda, hrossabænda og þeirra sem reka þjónustu fyrir dýr, svo sem tamningamanna og æfingastöðva fyrir hross, sem sprottið hafa upp á síðustu árum. fréttablaðið/vilhelm Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00
Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent