Sex efnilegir hvolpar undan Ellu og Nelson 15. júlí 2011 06:30 Vinir og vinnufélagar Sigmundur Bjarnason yfirtollvörður t.v. með fíkniefnahundinn Nelson og hvolpinn Pax og Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður með tíkina Ellu og hvolpinn Clarissu. Fullorðnu hundarnir fara alltaf með sínum mönnum í vinnuna. Fréttablaðið/Vilhelm „Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Sjá meira
„Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Sjá meira