Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð 13. júlí 2011 03:00 Jean-Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxemborgar, slær blaðabunka í hausinn á Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands. Allt í gamni, væntanlega.nordicphotos/AFP Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira