Pistillinn: Ómetanlegur stuðningur Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2011 09:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Frjálsar Íþróttir Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera! Innlendar Pistillinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira
Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira