Íþróttasjálfurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. júlí 2011 08:00 Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk. Sjálfur hefur Egill talað um að áfengi hafi verið haft um hönd þegar ósköpin voru skrifuð, þetta hafi verið galsi í strákahóp og ýmsir fleiri hafi komið að verki. Hann hefur beðist einhvers konar velvirðingar og fjarlægði ummælin – þó að hann setti þau reyndar aftur inn á síðuna sína um hríð þegar hann reiddist þeim sem ummælin beindust að. Hver leikur Gillzenegger?Hann á sér ákafa formælendur og fylgismenn á netinu sem hafa lagt á það áherslu að færslurnar hafi verið grín, háðsádeila, persóna Gillz sé eins og Silvía Nótt, og það vitni um húmorsleysi að hneykslast á honum. Þeir beinlínis krefjast þess að þetta sé fyndið hjá honum. Nú ruglar að vísu enginn saman Silvíu Nótt og Ágústu Evu sem hana lék, ekki frekar en Árna Tryggvasyni var ruglað saman við Lilla klifurmús. Mörkin milli Egils Einarssonar vaxtarræktarfrömuðar og orðháks og svo aftur Gillzeneggers vaxtarræktarfrömuðar og orðháks eru hins vegar miklu óljósari. Ágústa Eva mætti ekki á samkomur með litlum börnum heldur sendi aðra og gjörólíka leikkonu í gervi Silvíu Nætur til að benda einmitt á þetta leikna eðli fígúrunnar um leið og hún minnti fólk á að Silvía Nótt væri alls ekkert holl börnum – áður en yfir lauk var Silvía Nótt líka orðin gjörsamlega óþolandi fyrir alla og hún dó úr frekju. Eins og raunar þjóðin öll. Enn hafa íslenskri þjóðarsál á árunum kringum 2006 ekki verið gerð betri og skarpari skil en með sögunni af Silvíu Nótt. Sum sé: Gillzenegger hótaði því að beita nafngreindar konur í stjórnmálum hroðalegu ofbeldi og svo er sagt: þetta var háðsádeila, þetta er bara leikin persóna. En af hverju er hann þá framan á símaskránni handa drengjum að dást að og hugsa: „vá svona vill ég verða þegar ég er orðinn stór"? Svo er hitt: skrifin voru ekkert fyndin hvað sem líður kröfugerð stuðningsmannaliðsins. Þau sýna mannalæti í hóp stráka sem draga dám hver af öðrum og keppast við að slá hver annan út í ofstopafullu og fantastísku tali. En jæja, þetta var samt kannski ekki alveg þannig meint og átti ekkert að fara lengra en innan hópsins. Og kannski tímabært að hætta að velta Agli endalaust upp úr þessu máli, taka gilda afsökunarbeiðni hans, leyfa lífinu að halda áfram. Við getum hins vegar dregið ýmsa lærdóma af þessu máli. Í fyrsta lagi afhjúpa þau raunverulegan móral meðal ungra karlmanna, talsmáta sem þrífst í þeirra hópi samfara íhaldssömum viðhorfum til hlutverks og eiginleika kvenna sem dafna hjá ungum mönnum sem þekkja kannski ekki mikið konur af öðru en umtali í sínum hópi og fatta ekki að mömmur þeirra, systur og ömmur tilheyra líka þessari ankannalegu dýrategund: konum. Þá er litið á konur sem kynverur einvörðungu og manngildi þeirra dæmt eftir því og þær fyrirlitnar fyrir aðra eiginleika en þá sem lúta að heimilisstörfum og kynlífi; virðing fyrir konum er talin felast í því að halda opnum hurðum og draga út stóla fyrir þær og þess háttar yfirborðsmennsku. Sennilega er það bara minnihluti stráka sem hugsar svona enda endurspeglar þessi hugsunarháttur allt annað þjóðfélag en okkar, en í skemmtimenningu okkar fá þessi íhaldssömu viðhorf til kynjanna ansi mikið rúm, svo að jafnvel má tala um markvissa innrætingu. Í öðru lagi ætti Gillzenegger að draga þann lærdóm af þessu slysalega máli að skrifa ekki neitt á netið eða annars staðar sem hann getur ekki staðið við. Þegar maður segir eitthvað í hálfkæringi við félaga sína þá fylgir því látbragð og málrómur sem gefur til kynna að þetta eigi ekki að taka alvarlega en svoleiðis írónía skilar sér síður á netið. Netið er jafn opinber vettvangur og hver annar og hvort sem maður er á facebook að bulla eitthvað á vegg vina sinna eða á sinni prívatsíðu með einhvern prívathúmor þá verður maður að muna að það gætu hundrað manns verið að fylgjast með manni og draga sínar ályktanir, réttar eða rangar, um mann. RasshausafræðiÞví að Gillzenegger gerir tilkall til þess að mega teljast góð fyrirmynd börnunum okkar. Er hann það? Ég veit það ekki. Í einhverjum skilningi er Gillzenegger sonur íþróttaálfsins, nema hann er svo gagntekinn af sjálfum sér að hann er eiginlega íþróttasjálfurinn. Hann er afkvæmi þeirrar menningar sem setur svonefnt líkamsatgervi ofar öllu öðru út af landlægum misskilningi um forvarnargildi íþrótta og gerir hinn vöðvastælta mann að mælikvarða allra hluta og sérfræðingi í mannlegri breytni. Allt er þá dæmt eftir mælikvörðum líkamsræktarinnar, og maður sem kallar annað fólk 'rasshausa' í tíma og ótíma allt í einu kominn með vikulega þætti í sjónvarpinu um mannasiði og kurteisi, þar sem það kemur einmitt skýrt fram að skortur á líkamsatgervi sé skortur á mannasiðum og feitt fólk sé – jú einmitt – rasshausar. Sjálfkrafa er gert ráð fyrir því að maður sem stundar lyftingar kvölds og morgna sé góð fyrirmynd ungu fólki, alveg burtséð frá því hvernig hann hegðar sér að öðru leyti. En bólginn brjóstkassi er því miður ekkert garantí fyrir heilbrigðum viðhorfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk. Sjálfur hefur Egill talað um að áfengi hafi verið haft um hönd þegar ósköpin voru skrifuð, þetta hafi verið galsi í strákahóp og ýmsir fleiri hafi komið að verki. Hann hefur beðist einhvers konar velvirðingar og fjarlægði ummælin – þó að hann setti þau reyndar aftur inn á síðuna sína um hríð þegar hann reiddist þeim sem ummælin beindust að. Hver leikur Gillzenegger?Hann á sér ákafa formælendur og fylgismenn á netinu sem hafa lagt á það áherslu að færslurnar hafi verið grín, háðsádeila, persóna Gillz sé eins og Silvía Nótt, og það vitni um húmorsleysi að hneykslast á honum. Þeir beinlínis krefjast þess að þetta sé fyndið hjá honum. Nú ruglar að vísu enginn saman Silvíu Nótt og Ágústu Evu sem hana lék, ekki frekar en Árna Tryggvasyni var ruglað saman við Lilla klifurmús. Mörkin milli Egils Einarssonar vaxtarræktarfrömuðar og orðháks og svo aftur Gillzeneggers vaxtarræktarfrömuðar og orðháks eru hins vegar miklu óljósari. Ágústa Eva mætti ekki á samkomur með litlum börnum heldur sendi aðra og gjörólíka leikkonu í gervi Silvíu Nætur til að benda einmitt á þetta leikna eðli fígúrunnar um leið og hún minnti fólk á að Silvía Nótt væri alls ekkert holl börnum – áður en yfir lauk var Silvía Nótt líka orðin gjörsamlega óþolandi fyrir alla og hún dó úr frekju. Eins og raunar þjóðin öll. Enn hafa íslenskri þjóðarsál á árunum kringum 2006 ekki verið gerð betri og skarpari skil en með sögunni af Silvíu Nótt. Sum sé: Gillzenegger hótaði því að beita nafngreindar konur í stjórnmálum hroðalegu ofbeldi og svo er sagt: þetta var háðsádeila, þetta er bara leikin persóna. En af hverju er hann þá framan á símaskránni handa drengjum að dást að og hugsa: „vá svona vill ég verða þegar ég er orðinn stór"? Svo er hitt: skrifin voru ekkert fyndin hvað sem líður kröfugerð stuðningsmannaliðsins. Þau sýna mannalæti í hóp stráka sem draga dám hver af öðrum og keppast við að slá hver annan út í ofstopafullu og fantastísku tali. En jæja, þetta var samt kannski ekki alveg þannig meint og átti ekkert að fara lengra en innan hópsins. Og kannski tímabært að hætta að velta Agli endalaust upp úr þessu máli, taka gilda afsökunarbeiðni hans, leyfa lífinu að halda áfram. Við getum hins vegar dregið ýmsa lærdóma af þessu máli. Í fyrsta lagi afhjúpa þau raunverulegan móral meðal ungra karlmanna, talsmáta sem þrífst í þeirra hópi samfara íhaldssömum viðhorfum til hlutverks og eiginleika kvenna sem dafna hjá ungum mönnum sem þekkja kannski ekki mikið konur af öðru en umtali í sínum hópi og fatta ekki að mömmur þeirra, systur og ömmur tilheyra líka þessari ankannalegu dýrategund: konum. Þá er litið á konur sem kynverur einvörðungu og manngildi þeirra dæmt eftir því og þær fyrirlitnar fyrir aðra eiginleika en þá sem lúta að heimilisstörfum og kynlífi; virðing fyrir konum er talin felast í því að halda opnum hurðum og draga út stóla fyrir þær og þess háttar yfirborðsmennsku. Sennilega er það bara minnihluti stráka sem hugsar svona enda endurspeglar þessi hugsunarháttur allt annað þjóðfélag en okkar, en í skemmtimenningu okkar fá þessi íhaldssömu viðhorf til kynjanna ansi mikið rúm, svo að jafnvel má tala um markvissa innrætingu. Í öðru lagi ætti Gillzenegger að draga þann lærdóm af þessu slysalega máli að skrifa ekki neitt á netið eða annars staðar sem hann getur ekki staðið við. Þegar maður segir eitthvað í hálfkæringi við félaga sína þá fylgir því látbragð og málrómur sem gefur til kynna að þetta eigi ekki að taka alvarlega en svoleiðis írónía skilar sér síður á netið. Netið er jafn opinber vettvangur og hver annar og hvort sem maður er á facebook að bulla eitthvað á vegg vina sinna eða á sinni prívatsíðu með einhvern prívathúmor þá verður maður að muna að það gætu hundrað manns verið að fylgjast með manni og draga sínar ályktanir, réttar eða rangar, um mann. RasshausafræðiÞví að Gillzenegger gerir tilkall til þess að mega teljast góð fyrirmynd börnunum okkar. Er hann það? Ég veit það ekki. Í einhverjum skilningi er Gillzenegger sonur íþróttaálfsins, nema hann er svo gagntekinn af sjálfum sér að hann er eiginlega íþróttasjálfurinn. Hann er afkvæmi þeirrar menningar sem setur svonefnt líkamsatgervi ofar öllu öðru út af landlægum misskilningi um forvarnargildi íþrótta og gerir hinn vöðvastælta mann að mælikvarða allra hluta og sérfræðingi í mannlegri breytni. Allt er þá dæmt eftir mælikvörðum líkamsræktarinnar, og maður sem kallar annað fólk 'rasshausa' í tíma og ótíma allt í einu kominn með vikulega þætti í sjónvarpinu um mannasiði og kurteisi, þar sem það kemur einmitt skýrt fram að skortur á líkamsatgervi sé skortur á mannasiðum og feitt fólk sé – jú einmitt – rasshausar. Sjálfkrafa er gert ráð fyrir því að maður sem stundar lyftingar kvölds og morgna sé góð fyrirmynd ungu fólki, alveg burtséð frá því hvernig hann hegðar sér að öðru leyti. En bólginn brjóstkassi er því miður ekkert garantí fyrir heilbrigðum viðhorfum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun