Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir 30. júní 2011 06:30 Þau Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddu um skuldavanda Grikkja á flokksfundi Kristilegra demókrata í Berlín í gær. Fréttablaðið/AP Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageiranum á meginlandi Evrópu síðdegis í gær eftir að gríska þingið samþykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóðlegra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni farsælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvarsmenn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjalddaga lána. Á móti myndu kröfuhafar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsframleiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var viðstaddur fund Kristilegra demókrata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brennidepli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjármagn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusambandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði haldið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunaraðgerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálageirann. jonab@frettabladid.is Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageiranum á meginlandi Evrópu síðdegis í gær eftir að gríska þingið samþykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóðlegra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni farsælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvarsmenn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjalddaga lána. Á móti myndu kröfuhafar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsframleiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var viðstaddur fund Kristilegra demókrata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brennidepli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjármagn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusambandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði haldið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunaraðgerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálageirann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira