Hvað er áróður? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. júní 2011 07:00 Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Auglýsingarnar voru samþykktar af Isavia, sem rekur Leifsstöð, og héngu þar uppi í nokkrar vikur. Eftir kvartanir frá Hrefnuveiðimönnum ehf., sem sögðu auglýsingarnar áróður og árás á eina atvinnugrein, endurskoðaði Isavia afstöðu sína til auglýsinganna. IFAW var boðið að breyta þeim í samráði við fyrirtækið. Því boði var ekki tekið og auglýsingarnar hafa því verið teknar niður. Isavia vísar til ákvæða í samningi sem var gerður um birtingu auglýsinganna, en þar segir meðal annars að auglýsingar skuli vera samkvæmt siðareglum um auglýsingar og á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. „Leigusala er heimilt að koma með greinargóðar athugasemdir vegna auglýsinga eða kynningarmuna leigutaka ef honum sýnist sem útlit þeirra brjóti í bága við ímynd flugstöðvarinnar. Athugasemdirnar skulu vera málefnalegar og rökstuddar. Leigutaki skal leitast við að taka tillit til athugasemdanna," segir í samningstextanum. Ekki verður séð að auglýsingar IFAW og hvalaskoðunarmanna hafi á nokkurn hátt brotið gegn almennri siðferðisvitund. Og greinilega hafa þær ekki brotið gegn siðferðisvitund starfsmanna Isavia heldur, þ.e. ekki fyrr en hagsmunaaðilar kvörtuðu undan þeim. Hafi athugasemdir Isavia verið málefnalegar og rökstuddar hefur sá rökstuðningur að minnsta kosti ekki komið fram opinberlega. Hugsanlega getur Isavia hangið á því að auglýsingarnar hafi farið í bága við „ímynd flugstöðvarinnar". Flugstöðvar víða um heim eru vissulega oftast eins og útstillingarkassar fyrir land og þjóð; birta áferðarfallegar glansmyndir af blómlegum héruðum, stórfenglegum náttúrufyrirbærum og brosandi fólki. Á Entebbe-flugvelli í Úganda var í vetur mikið af kosningaplakötum með myndum af hinum ástsæla Museweni forseta en engar auglýsingar frá mótframbjóðendunum. Er það ekki einmitt þessi glansmynd sem er áróður? Er eitthvað að því að ferðamenn sem hingað koma, sem sennilega eru flestir með einhverja hugsun í kollinum, viti að ekki eru allir sammála um til dæmis hvalveiðar og þátt þeirra í ferðaþjónustu? Ef umhverfisverndarsamtökum dytti í hug að birta auglýsingar í Leifsstöð þar sem ferðamenn væru hvattir til að ganga vel um náttúru Íslands, af því að hún lægi víða undir skemmdum vegna átroðnings hundraða þúsunda ferðamanna, væri það þá óæskilegt kusk á glansmyndinni, áróður sem ætti að banna? Það er orðið ögn klisjukennt að rifja upp hvað bankahrunið átti að hafa kennt okkur – en samt ástæða til að minna á að eitt af því er að það er ekki æskilegt að þjóðarsamstaða ríki um að ein atvinnugrein sé æðisleg, hafi bókstaflega enga galla og um hana séu engar deilur. Þá gildir einu hvort það er fjármálaþjónusta, hvalveiðar eða ferðaþjónusta. Útlendingar hljóta að mega vita að á Íslandi fari fram frjálsar og opinskáar umræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Auglýsingarnar voru samþykktar af Isavia, sem rekur Leifsstöð, og héngu þar uppi í nokkrar vikur. Eftir kvartanir frá Hrefnuveiðimönnum ehf., sem sögðu auglýsingarnar áróður og árás á eina atvinnugrein, endurskoðaði Isavia afstöðu sína til auglýsinganna. IFAW var boðið að breyta þeim í samráði við fyrirtækið. Því boði var ekki tekið og auglýsingarnar hafa því verið teknar niður. Isavia vísar til ákvæða í samningi sem var gerður um birtingu auglýsinganna, en þar segir meðal annars að auglýsingar skuli vera samkvæmt siðareglum um auglýsingar og á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. „Leigusala er heimilt að koma með greinargóðar athugasemdir vegna auglýsinga eða kynningarmuna leigutaka ef honum sýnist sem útlit þeirra brjóti í bága við ímynd flugstöðvarinnar. Athugasemdirnar skulu vera málefnalegar og rökstuddar. Leigutaki skal leitast við að taka tillit til athugasemdanna," segir í samningstextanum. Ekki verður séð að auglýsingar IFAW og hvalaskoðunarmanna hafi á nokkurn hátt brotið gegn almennri siðferðisvitund. Og greinilega hafa þær ekki brotið gegn siðferðisvitund starfsmanna Isavia heldur, þ.e. ekki fyrr en hagsmunaaðilar kvörtuðu undan þeim. Hafi athugasemdir Isavia verið málefnalegar og rökstuddar hefur sá rökstuðningur að minnsta kosti ekki komið fram opinberlega. Hugsanlega getur Isavia hangið á því að auglýsingarnar hafi farið í bága við „ímynd flugstöðvarinnar". Flugstöðvar víða um heim eru vissulega oftast eins og útstillingarkassar fyrir land og þjóð; birta áferðarfallegar glansmyndir af blómlegum héruðum, stórfenglegum náttúrufyrirbærum og brosandi fólki. Á Entebbe-flugvelli í Úganda var í vetur mikið af kosningaplakötum með myndum af hinum ástsæla Museweni forseta en engar auglýsingar frá mótframbjóðendunum. Er það ekki einmitt þessi glansmynd sem er áróður? Er eitthvað að því að ferðamenn sem hingað koma, sem sennilega eru flestir með einhverja hugsun í kollinum, viti að ekki eru allir sammála um til dæmis hvalveiðar og þátt þeirra í ferðaþjónustu? Ef umhverfisverndarsamtökum dytti í hug að birta auglýsingar í Leifsstöð þar sem ferðamenn væru hvattir til að ganga vel um náttúru Íslands, af því að hún lægi víða undir skemmdum vegna átroðnings hundraða þúsunda ferðamanna, væri það þá óæskilegt kusk á glansmyndinni, áróður sem ætti að banna? Það er orðið ögn klisjukennt að rifja upp hvað bankahrunið átti að hafa kennt okkur – en samt ástæða til að minna á að eitt af því er að það er ekki æskilegt að þjóðarsamstaða ríki um að ein atvinnugrein sé æðisleg, hafi bókstaflega enga galla og um hana séu engar deilur. Þá gildir einu hvort það er fjármálaþjónusta, hvalveiðar eða ferðaþjónusta. Útlendingar hljóta að mega vita að á Íslandi fari fram frjálsar og opinskáar umræður.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun