Fær draumahöggið á par 4 holu ekki viðurkennt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. júní 2011 09:00 Ragnari gengur illa að ná löglegu draumahöggi. Mynd/Ása B Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. Ragnar var að keppa á hinu árlega Stóriðjumóti og hann ákvað að taka áhættuna og slá boltann inn á flöt í upphafshögginu á „Díkinu", sem er um 250 metra löng par 4 hola. „Upphafshöggið var lélegt og fór langt til vinstri og nánast engar líkur að ég myndi finna boltann. Ég tók því bolta úr pokanum sem ég hafði fundið á 5. braut, alveg glænýr Tommy Armour, og ég tók bara dræverinn og fór aftur á teig til þess að slá þriðja höggið. Höggið var ekkert sérstaklega vel hitt. Boltinn fór lágt af stað, flaug yfir vatnið, lenti á brautinni og þeyttist áfram af miklum krafti í átt að stönginni á flötinni. Ég sá ekki vel hvernig þetta endaði. Maður í ráshópnum á undan okkur sá að boltinn small af miklu afli í stönginni, þaðan fór boltinn beint upp í loftið og datt ofan í holuna. Ég trúði þessu varla en ég fékk því miður bara fugl á þessa holu þar sem ég var að taka þriðja höggið af teig," sagði Ragnar Davíð. Hann fær ekki höggið talið sem „holu í höggi" þar sem hann hafði áður slegið upphafshögg og fengið vítishögg að auki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar upplifir það að fara holu í höggi án þess að fá það viðurkennt. „Ég fór holu í höggi á skemmtivelli í Danmörku og hann var víst ekki löglegur fyrir slík högg. Það hlýtur að fara að koma að þessu," bætti Ragnar við en Tommy Armour-boltinn verður ekki sleginn aftur. Hann fer upp í hillu til minningar um eftirminnilegt högg. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. Ragnar var að keppa á hinu árlega Stóriðjumóti og hann ákvað að taka áhættuna og slá boltann inn á flöt í upphafshögginu á „Díkinu", sem er um 250 metra löng par 4 hola. „Upphafshöggið var lélegt og fór langt til vinstri og nánast engar líkur að ég myndi finna boltann. Ég tók því bolta úr pokanum sem ég hafði fundið á 5. braut, alveg glænýr Tommy Armour, og ég tók bara dræverinn og fór aftur á teig til þess að slá þriðja höggið. Höggið var ekkert sérstaklega vel hitt. Boltinn fór lágt af stað, flaug yfir vatnið, lenti á brautinni og þeyttist áfram af miklum krafti í átt að stönginni á flötinni. Ég sá ekki vel hvernig þetta endaði. Maður í ráshópnum á undan okkur sá að boltinn small af miklu afli í stönginni, þaðan fór boltinn beint upp í loftið og datt ofan í holuna. Ég trúði þessu varla en ég fékk því miður bara fugl á þessa holu þar sem ég var að taka þriðja höggið af teig," sagði Ragnar Davíð. Hann fær ekki höggið talið sem „holu í höggi" þar sem hann hafði áður slegið upphafshögg og fengið vítishögg að auki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar upplifir það að fara holu í höggi án þess að fá það viðurkennt. „Ég fór holu í höggi á skemmtivelli í Danmörku og hann var víst ekki löglegur fyrir slík högg. Það hlýtur að fara að koma að þessu," bætti Ragnar við en Tommy Armour-boltinn verður ekki sleginn aftur. Hann fer upp í hillu til minningar um eftirminnilegt högg.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira