Breskir bankamenn óttast tillögurnar 23. júní 2011 05:00 Ana Patricia Botín er eina konan sem stýrir breskum banka Foreldrar hennar eru valdamiklir í spænskum fjármála- og listageira. Fréttablaðið/AFPw Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira