Ekki steinn yfir steini Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júní 2011 06:00 Skýrsla hóps hagfræðinga, sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra valdi sjálfur til að greina áhrif frumvarps síns um breytingar á fiskveiðistjórnuninni á hag sjávarútvegsins, er samfelldur áfellisdómur yfir málinu. Hagfræðingahópurinn tekur undir nánast öll atriði í þeirri gagnrýni sem þegar hefur komið fram á frumvarpið – og gott betur. Hann rífur málatilbúnað sjávarútvegsráðherrans niður þannig að þar stendur ekki steinn yfir steini. Það eina jákvæða í umsögn hagfræðinganna um stóra frumvarpið svokallaða, sem felur í sér heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnuninni, er að hækkun auðlindagjalds sé innan hóflegra marka – ef hún sé skoðuð einangrað. Sé hún hins vegar sett í samhengi við önnur ákvæði frumvarpsins sé hún of mikil. Sé vegið að möguleikum sjávarútvegsins til hagræðingar og langtímahagkvæmni skerði það afraksturinn af auðlindinni og þar með getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Mörg önnur ákvæði frumvarpsins telja hagfræðingarnir einmitt ganga gegn hagræðingu og langtímahagkvæmni í greininni. Þeir gagnrýna þannig of skamman gildistíma nýtingarsamninga útgerðarinnar og óvissu um hvað taki við. Þeir segja strandveiðar óhagkvæmar og hvetja til brottkasts. Með byggðakvóta sé lagt á sjávarútveginn, einn atvinnugreina, að koma til móts við byggðavanda í stað þess að mæta honum með öðrum leiðum. Geðþóttavald sjávarútvegsráðherra um úthlutun úr kvótapottum sé líklegt til að leiða til sóunar. Útleiga á kvóta muni skerða afkomu útgerða sem fyrir eru og vegna ákvæða um leigu til eingöngu árs í senn verði mjög erfitt að fjármagna fjárfestingar í bátum og búnaði. Bann við veðsetningu aflaheimilda segja hagfræðingarnir að dragi úr fjárfestingargetu og tækniþróun greinarinnar og það sé beinlínis fjandsamlegt nýliðun, vegna þess að eingöngu fjársterkir aðilar geti þá fjármagnað kaup á útgerð í rekstri. Takmarkanir á framsali kvóta grafi undan því grundvallaratriði aflamarkskerfisins að viðskipti með aflaheimildir grisji úr þá aðila sem síður standa sig í veiðum og hleypi þeim að sem standa betur að vígi. Hagfræðingarnir mæla eindregið gegn þessum takmörkunum. Þess má sjá stað í fréttatilkynningunni sem Jón Bjarnason sendi út um álit hagfræðinganna að hann ætlar að reyna að komast hjá að taka mark á því. Hann segir að það sé „pólitísk ákvörðun, en ekki eingöngu hagfræðileg" hvernig staðið sé að fiskveiðistjórnuninni. Sjávarútvegsráðherra og þeir í stjórnarliðinu sem geta talizt búa yfir sæmilegri skynsemi geta hins vegar engan veginn leyft sér að hunza þetta álit. Aukið jafnræði og réttlæti í sjávarútvegi má ekki kaupa því verði að setja afkomu greinarinnar í uppnám og þar með eina af undirstöðum íslenzks efnahagslífs. Ríkisstjórnin hét því við gerð kjarasamninga að skapa sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði. Miðað við skýrslu hagfræðingahópsins er sú forsenda samninga til þriggja ára algerlega brostin. Ríkisstjórnin á engan annan kost en að taka málið upp í heild sinni og hverfa frá því efnahagslega glapræði, sem felst í fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun
Skýrsla hóps hagfræðinga, sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra valdi sjálfur til að greina áhrif frumvarps síns um breytingar á fiskveiðistjórnuninni á hag sjávarútvegsins, er samfelldur áfellisdómur yfir málinu. Hagfræðingahópurinn tekur undir nánast öll atriði í þeirri gagnrýni sem þegar hefur komið fram á frumvarpið – og gott betur. Hann rífur málatilbúnað sjávarútvegsráðherrans niður þannig að þar stendur ekki steinn yfir steini. Það eina jákvæða í umsögn hagfræðinganna um stóra frumvarpið svokallaða, sem felur í sér heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnuninni, er að hækkun auðlindagjalds sé innan hóflegra marka – ef hún sé skoðuð einangrað. Sé hún hins vegar sett í samhengi við önnur ákvæði frumvarpsins sé hún of mikil. Sé vegið að möguleikum sjávarútvegsins til hagræðingar og langtímahagkvæmni skerði það afraksturinn af auðlindinni og þar með getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Mörg önnur ákvæði frumvarpsins telja hagfræðingarnir einmitt ganga gegn hagræðingu og langtímahagkvæmni í greininni. Þeir gagnrýna þannig of skamman gildistíma nýtingarsamninga útgerðarinnar og óvissu um hvað taki við. Þeir segja strandveiðar óhagkvæmar og hvetja til brottkasts. Með byggðakvóta sé lagt á sjávarútveginn, einn atvinnugreina, að koma til móts við byggðavanda í stað þess að mæta honum með öðrum leiðum. Geðþóttavald sjávarútvegsráðherra um úthlutun úr kvótapottum sé líklegt til að leiða til sóunar. Útleiga á kvóta muni skerða afkomu útgerða sem fyrir eru og vegna ákvæða um leigu til eingöngu árs í senn verði mjög erfitt að fjármagna fjárfestingar í bátum og búnaði. Bann við veðsetningu aflaheimilda segja hagfræðingarnir að dragi úr fjárfestingargetu og tækniþróun greinarinnar og það sé beinlínis fjandsamlegt nýliðun, vegna þess að eingöngu fjársterkir aðilar geti þá fjármagnað kaup á útgerð í rekstri. Takmarkanir á framsali kvóta grafi undan því grundvallaratriði aflamarkskerfisins að viðskipti með aflaheimildir grisji úr þá aðila sem síður standa sig í veiðum og hleypi þeim að sem standa betur að vígi. Hagfræðingarnir mæla eindregið gegn þessum takmörkunum. Þess má sjá stað í fréttatilkynningunni sem Jón Bjarnason sendi út um álit hagfræðinganna að hann ætlar að reyna að komast hjá að taka mark á því. Hann segir að það sé „pólitísk ákvörðun, en ekki eingöngu hagfræðileg" hvernig staðið sé að fiskveiðistjórnuninni. Sjávarútvegsráðherra og þeir í stjórnarliðinu sem geta talizt búa yfir sæmilegri skynsemi geta hins vegar engan veginn leyft sér að hunza þetta álit. Aukið jafnræði og réttlæti í sjávarútvegi má ekki kaupa því verði að setja afkomu greinarinnar í uppnám og þar með eina af undirstöðum íslenzks efnahagslífs. Ríkisstjórnin hét því við gerð kjarasamninga að skapa sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði. Miðað við skýrslu hagfræðingahópsins er sú forsenda samninga til þriggja ára algerlega brostin. Ríkisstjórnin á engan annan kost en að taka málið upp í heild sinni og hverfa frá því efnahagslega glapræði, sem felst í fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun