Kæri Jón Brynhildur Björnsdóttir skrifar 17. júní 2011 00:01 Óskabarnið á afmæli í dag. Hann átti líka afmæli í fyrra og mörg ár þar á undan og alltaf er haldið upp á afmælið hans með skærum lúðrahljómi og fánaskotum, hátíðarræðum og hoppiköstulum, blöðrum og brjóstsykurssnuðum. Ísland er það sem það er af því að Jón Sigurðsson var sá sem hann var. Það er allavega sú skýring sem við aðhyllumst. Kannski var sá skriður kominn á sjálfstæðisbaráttuna sem ekki hefði stöðvast, þótt Jón hefði heykst á því að mótmæla í Kópavogi. En það gerði hann ekki og því er Jón Sigurðsson sameiningartáknið, frelsishetjan: Ofurmenni andans sem barðist með orðum og kenndum við heimsveldi og hafði sigur, þótt hann sjálfur fengi ekki lifað endanlega útfærslu hans. Afmælið í dag er hins vegar aðeins stærra og eiginlega það stærsta síðan afmælisdagurinn varð að þjóðhátíðardegi árið 1944. Af því tilefni hefur ýmislegt verið gert til að fagna. Eitt af því athyglisverðara er ritgerðasamkeppni sem forsætisráðuneytið stóð fyrir meðal nemenda í áttunda bekk og bar yfirskriftina Kæri Jón. Unglingar skrifuðu Jóni Sigurðssyni bréf um líf sitt á Íslandi í dag, lýstu daglegu lífi, áhugamálum, vonum, metnaði og þrám, mannfjölda, tækninýjungum og byltingu í salernis- og samskiptamálum. Sumir buðu Jóni í afmælið sitt, svona vegna þess að þeir fá alltaf að koma í afmælið hans. Nánast allir nefndu frelsi. Unglingar eru Jóni Sigurðssyni þakklátir fyrir þá baráttu sem hann háði fyrir sjálfstæði Íslands og Íslendinga. Þakklátir fyrir frelsið. Hver dagur er sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir. Síðan Jón Sigurðsson mótmælti eru samkvæmt þessu tímatali ekki liðnar nema tvær samfelldar kennslustundir, en á þeim hefur heimurinn farið í kollhnís, tíminn hefur breyst, rúm og fjarlægðir hafa verið yfirstigin og frelsi er boðorð dagsins. Og fyrir það erum við þakklát. En hvað ætlum við að gera við þetta frelsi? Veiða, skjóta og éta þangað til enginn lundi eða rjúpa er eftir? Virkja þar til fossar eru bara til í ljóðum? Menga þar til sól tér sortna? Hvers konar bréf viljum við fá eftir tvö hundruð ár frá afkomendum okkar? Megi þau ekki bölva því frelsi sem afmælisbarn dagsins gaf okkur. Megi þau njóta fossa, lækja, unna, áa, hvítra jökulkinna langt frá heimsins vígaslóð, lauguð bláum straumi. Frelsið er gjöf en það er líka skuld til komandi kynslóða. Frelsi fylgir ábyrgð. Og ábyrgðin er okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Óskabarnið á afmæli í dag. Hann átti líka afmæli í fyrra og mörg ár þar á undan og alltaf er haldið upp á afmælið hans með skærum lúðrahljómi og fánaskotum, hátíðarræðum og hoppiköstulum, blöðrum og brjóstsykurssnuðum. Ísland er það sem það er af því að Jón Sigurðsson var sá sem hann var. Það er allavega sú skýring sem við aðhyllumst. Kannski var sá skriður kominn á sjálfstæðisbaráttuna sem ekki hefði stöðvast, þótt Jón hefði heykst á því að mótmæla í Kópavogi. En það gerði hann ekki og því er Jón Sigurðsson sameiningartáknið, frelsishetjan: Ofurmenni andans sem barðist með orðum og kenndum við heimsveldi og hafði sigur, þótt hann sjálfur fengi ekki lifað endanlega útfærslu hans. Afmælið í dag er hins vegar aðeins stærra og eiginlega það stærsta síðan afmælisdagurinn varð að þjóðhátíðardegi árið 1944. Af því tilefni hefur ýmislegt verið gert til að fagna. Eitt af því athyglisverðara er ritgerðasamkeppni sem forsætisráðuneytið stóð fyrir meðal nemenda í áttunda bekk og bar yfirskriftina Kæri Jón. Unglingar skrifuðu Jóni Sigurðssyni bréf um líf sitt á Íslandi í dag, lýstu daglegu lífi, áhugamálum, vonum, metnaði og þrám, mannfjölda, tækninýjungum og byltingu í salernis- og samskiptamálum. Sumir buðu Jóni í afmælið sitt, svona vegna þess að þeir fá alltaf að koma í afmælið hans. Nánast allir nefndu frelsi. Unglingar eru Jóni Sigurðssyni þakklátir fyrir þá baráttu sem hann háði fyrir sjálfstæði Íslands og Íslendinga. Þakklátir fyrir frelsið. Hver dagur er sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir. Síðan Jón Sigurðsson mótmælti eru samkvæmt þessu tímatali ekki liðnar nema tvær samfelldar kennslustundir, en á þeim hefur heimurinn farið í kollhnís, tíminn hefur breyst, rúm og fjarlægðir hafa verið yfirstigin og frelsi er boðorð dagsins. Og fyrir það erum við þakklát. En hvað ætlum við að gera við þetta frelsi? Veiða, skjóta og éta þangað til enginn lundi eða rjúpa er eftir? Virkja þar til fossar eru bara til í ljóðum? Menga þar til sól tér sortna? Hvers konar bréf viljum við fá eftir tvö hundruð ár frá afkomendum okkar? Megi þau ekki bölva því frelsi sem afmælisbarn dagsins gaf okkur. Megi þau njóta fossa, lækja, unna, áa, hvítra jökulkinna langt frá heimsins vígaslóð, lauguð bláum straumi. Frelsið er gjöf en það er líka skuld til komandi kynslóða. Frelsi fylgir ábyrgð. Og ábyrgðin er okkar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun